Nú þykir mér stungin tólg

 
nú þykir mér stungin tólg:
nú þykir mér tíra
nú þykir mér tíra á skarinu
nú þykir mér tíra á tíkarskarinu
nú þykir mér tísta
Ég er að hlusta á Steingrím. Ég gat engan vegin hlustað á Geir. Fáránlegt að hlusta á hann masa eitthvað útí loftið eins og ekkert væri.  Ég varð bara reið. Tala minna, Gera meira!  Við erum öll á sama báti, nema Davíð. Hann má fara útbyrðis.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Mikill léttir

 
Mér létti þegar fréttatímanum var loksins lokið og lestur dánarfregna og jarðarfara hófst.
 
b
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Baldur orðinn enn stærri

 
Sonar-ómyndin varð 19 ára í dag. "Allt er í steik á afmælinu mínu!".
 
Til hátíðabrigða hélt ég matarboð fyrir hann og vinina og fóðraði þau á tikka masala kjúkling, samsæriskenningum og berjaskyri.  Til að halda pólitískri vitund, lukum við kvöldinu með því að horfa saman á V for Vendetta
"There is no court in this country for men like Prothero"
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Yes minister

Geir Haarde sagðist ekki vita til þess að Landsbankinn og Glitnir "sameinist"  í næstu viku.

Í þáttunum "Yes minister" í gamladaga þýddi svona svar að hann treysti sér ekki til að ljúga með sterkara orðalagi.

Ég trúi því uppá Davíð Oddsson að hafa yfirtekið Glitni á því verði sem honum þóknaðist til að setja Jón Ásgeir á hausinn og geta svo selt Landsbankanum á spottsrís í kjölfarið.

Ásta er ung og saklaus og trúir mér ekki. Hún er þreytt á samsæriskenningum um Davíð. En hún hefur heldur ekki séð hann tala um þá sem hann hatar. Hún veðjaði við hana að Landsbankinn muni eiga Glitni eftir 3 vikur. Ég ætti ekki að fara svona með vini mína.

Ég ét hattinn minn ef þetta gengur ekki eftir (og borga Ástu)
hmm, spurning hvern af höttunum ég éti. EKKI Vendetta hattinn, líklega stráhattinn. Hann er ekki "ég".

b

Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Djö ..

 
Ég er aðeins farin að verða þreytt á Davíð. Hann er enn við stýrið.   Ætlar hann að gefa Björgúlfi Glitni ?
 
 
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Markaðurinn

 
Nú kæmi sér vel að eiga tímavél
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Prímary

 
"Þeir" voru að finna nýja prímtölu. Hvar skyldi hún hafa verið ?
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

hellingur til

 
Eiga bankarnir haug af gjaldeyri ?   Það segir Egill.  Satt eða lygi ?
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Það er að koma haust

 
þeir spá roki og rigningu á föstudaginn.
 
b
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Auglýsing

 
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd