Geir Haarde sagðist ekki vita til þess að Landsbankinn og Glitnir "sameinist" í næstu viku.
Í þáttunum "Yes minister" í gamladaga þýddi svona svar að hann treysti sér ekki til að ljúga með sterkara orðalagi.
Ég trúi því uppá Davíð Oddsson að hafa yfirtekið Glitni á því verði sem honum þóknaðist til að setja Jón Ásgeir á hausinn og geta svo selt Landsbankanum á spottsrís í kjölfarið.
Ásta er ung og saklaus og trúir mér ekki. Hún er þreytt á samsæriskenningum um Davíð. En hún hefur heldur ekki séð hann tala um þá sem hann hatar. Hún veðjaði við hana að Landsbankinn muni eiga Glitni eftir 3 vikur. Ég ætti ekki að fara svona með vini mína.
Ég ét hattinn minn ef þetta gengur ekki eftir (og borga Ástu)
hmm, spurning hvern af höttunum ég éti. EKKI Vendetta hattinn, líklega stráhattinn. Hann er ekki "ég".
b