8-1 sigur og mótin í sumar

Skýrsla frá soccer mum
 
4.flokkur kvenna hjá Fram sigraði Ægi-KFR rétt áðan 8-1 í fyrsta leik á Íslandsmeistaramóti sumarsins
Markaskorarar:
Áslaug 3
Elva    3
Hafdís 1
Loubna 1
Auk Íslandsmeistara mótsins fara stelpurnar líklegast á Símamótið í Smáranum og á pæjumótið á Siglufirði í byrjun ágúst. Foreldrafundur í næstu viku.
 
frú Birna
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

YES !

 
Allt að gerast! Loksins er verið að taka á einokunar tilburðum MS á mjólkurvörumarkaði.
Tími Framsóknarflokksins og Kaupfélaganna er liðinn.  Ég get ekki annað en vonað að fyrirtæki eins og Mjólka nái fótfestur. Fyrirtæki sem hafa kjark til að berjast við "kerfið".
Ég fór á myndina Das Leben der Anderen sem er um persónunjósnir Stasi og hvernig fólk var kúgað til að jánka "réttum" viðhorfum og skoðunum. Alls ekki að ógna valdhöfum. Einungis þeir sem voru innundir fengu stöðu.
Myndin minnti mig óþægilega á ýmsar aðgerðir sem hafa verið gerðar hér á Íslandi. Hugtakið "bláa höndin" er ekki til útaf engu. Fólk missti vinnuna ef það skrifaði smásögu sem hljómaði óþægilega. Stofnanir voru lagðar niður ef stjórnendur voru ósammála stjórnvöldum. Þjóðhagsstofnun. Mannréttindaskrifstofa fjársvelt í kjölfar gagnrýni. Embætti veiðimálastjóra var flutt útá land þegar yfirmanninn gagnrýndi ráðherra. 
Bitamunur eða fjár ?
 
p.s. er rétt af mér að skrifa í þátíð ?
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Tiltekt

 
Ég fann svo fína síðu um daginn FlyLady. Hún kennir manni að taka til heima hjá sér. Ég prentaði út leiðbeiningarnar en nú finn ég þær hvergi (hvar setti ég .. ?)   Líklega kominn tími til að taka til.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Read the fu***** manual !

 
Ný vinna, ný verkefni, nýr rekkjunautur. Ég er farin í rúmið með 2kg manual.
 
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Lífið er ekki saltfiskur

 
Jæja, þorskurinn í kaldakoli og krónan fellur og hlutabréf bankanna og hvað svo ? vextirnir lækkaðir til að mæta kreppunni og þá verða Jöklabréfin innleyst. Allt í stuði. Þetta verður eins og í gamla daga þegar reglulega var tilkynnt um væntanlegar neyðaraðgerðir í efnhagsmálum.
Ég held það væri vit að gera ráð fyrir að Ísland sé ekki endilega verstöð. Skapa góðar aðstæður fyrir ALLT atvinnulífið og hætta að hugsa í fiski og áli. Fleiri egg í fleiri körfum. (ég er aftur farin að vinna í banka)
 
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

vinnan

jæja, núna er ég búin að detta í það með vinnufélögunum. Mjög sniðug hugmynd að byrja vinnuna á því að mæta í partý. Líklega vildi Halldór sjá hvernig ég væri með víni. Samt er ég ennþá með vinnu.
Mér leist vel á vinnufélagana. Mæti kl 8 á mánudaginn. Sef úr mér þangað til

b

Birt í Uncategorized | 9 athugasemdir

FT-stjorn

 
Æ- ég lét kjósa mig aftur í stjórn. Ég ætlaði ekki að gera það, en fékk söknuð í hjartað yfir að hætta að hittast yfir hádegismat og hlæja smá með skemmtilegu fólki. Nú þurfum við bara að gera eitthvað af viti í stað þess að líta á stjórnina sem einka skemmtiklúbb.
Byrjum á því að setja upp Wiki-síðu en gleymum ekki að varðveita gömlu síðuna. www.ft.is  ótrúlega fornfáleg síða tölvunarfræðinga. Börn skóarans ganga berfætt.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Aðalfundur FT

 
Aðalfundur félags tölvunarfræðinga er í kvöld kl 20 í húsi verkfræðingafélagsins Engjateig 9.  Látið endilega sjá ykkur. Ég er farin að kaupa bjórinn. 

Dagskrá fundarins, æ-þið vitið venjuleg aðalfundarstörf og kjarakönnunin

  1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári.
  2. Reikningsskil.
  3. Lagabreytingar.
  4. Kosning stjórnar og varamanna.
  5. Kosning skoðunarmanna.
  6. Ákvörðun félagsgjalda.
  7. Önnur mál.

b

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

boltinn

Grikkland – Ísland í dag. Það verður spennandi að sjá hvernig hann fer.  Skyldu þær verða stelpurnar okkar ? Gaman að heyra metnaðarfull markmið hjá kvennalandsliðinu.
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

skólinn

 
Mér finnst Baldur vera mikið betur að sér í Bandarískri sögu og menningu en Íslenskri. Hann hefur horft á alla Simpsons þættina. Ég reikna ekki með að hann horfi á eldhússdagsumræður í kvöld. Ég veit líka að allar konur elska skó, ég heyrði það í Sex and the City.
Alltaf að læra.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd