pendúll

 
Skrítið þetta líf.  Búin að kaupa íbúð, eiga viðburðaríka og yndislega helgi, svo núna er algert spennufall. Ég bíð eftir að þessi bylgjuhreyfing í lífinu líði hjá og það verði sæmilega venjulegt.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Löng helgi

 
Helgin var svo viðburðarík að mér finnst ég hafa verið í 2ja vikna sumarfríi.
 
Þingvellir
Á föstudaginn lét ég mig hafa það að mæta í grillpartý á Þingvöllum með vinnufélögum Yngva.  Rugludalla-stuðuls mælirinn bræddi úr sér. Við hoppuðum útúr langferabifreiðinni á Nesjavallaleiðinni og hjóluðum yfir holt og hæðir eftir stórgrýttum stíg. Veðrið var æðislegt, en stígurinn var varla fær öðrum en fuglinum fljúgandi. Ég datt af mínu götuhjóli, oftar en einusinni og var álblóðug í lófunum eftir. Við fórum í bæinn um kl 2 um nóttina og þá var ég orðin dálítið stressuð yfir að ná ekki nægum svefni, því ég var skráð í Bláskógarskokk morguninn eftir.
Bláskógaskokk
Illa sofin, kannksi smá timbruð og svöng ..  hljop ég 16 km í fallegu veðri, ryki og flugum. Fyrstu 4-5 km voru (helv.) þungir. Það er meir en að segja það að tosa 70 kg upp brekkur. Ég var að hugsa um að hringja eftir leigubíl, en ég var ekki með símann. Á síðustu kílómetrunum fóru 4 framúr mér, þrátt fyrir að ég reyndi að skamma þau og skikka til að halda sig fyrir aftan mig. En ég kláraði hlaupið, síðust í mark að vísu, en ég var á betri tima en þeir sem ekki hlupu. Við sundlaugina var tekin mynd af öllum sem fengu verðlaun. Mér fannst að það ætti að taka aðra mynd af okkur hinum sem ekki fengum verðlaun. Við vorum færri.
Bergþórshvoll
Beggó bróðir og Regína eru búin að kaupa sumarbústað í Fljótshlíðinni. Þau nefna hann Bergþórshvol :] og við fórum í heimsókn til þeirra eftir hlaupið. Tilheyrandi grill og viský og notalegheit. Dásamlegt að láta líða úr sér hjá þeim. Ég er búin að ráða mig í vinnu við að fúaverja.
Seljavallalaug og dekkjaviðgerðir
Morguninn eftir (um kl 14) fórum við á Benz og Hummer (rúllandi augu) í sund í Seljavallalaug. Benzinn þolir nú ekki svona malarvegi og loftið lak úr öðru afturdekkinu. Við heimsóttum ýmsa bílskúra á suðurlandinu og fengum loft í dekkið og skiptum yfir á varadekkið sem reyndist líka bilað! og jeppadekkja viðgerðir með töppum. Hún entist 100km. Svo prófuðum við froðu í brúsa, sem entist ekki yfir planið. Beggó og Regína skutluðu okkur á Hummer með biluð dekk um allt suðurland. Að lokum reddaði okkur kall sem býr nálægt Rauðalæk. Alveg frábær kall. "Útkall, hellings vinna, 30þús kall", en svo rukkaði hann 1500kr. Það var ekki dýrt, en þjónustan snögg og góð.
Við mættum ca 4 tímum of seint í matarboð.
 
Þetta var góð helgi
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Nákvæmlega !

Sumir segja að strætó sé rekinn með tapi.  Er ekki vegakerfið rekið með tapi líka ? Ríkið borgar vegina en bærinn borgar strætó.  Ef vegirnir væru verðlagðir rétt hefðu strandflutningar ekki lagst af.
 
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Búin að kaupa íbúð

 
Jæja, nú á ég 2 íbúðir og 1 kall og var kallinn sýnu dýrastur.
Fyrir viku var ég ekkert að kaupa íbúð, en svona er lífið. Stressið hefur valdið því að ég léttist um 1,5 kg á 2 dögum. Ef ég kaupi 2 íbúðir á viku þá verð ég horfin 11.desember.
En núna er ég í ataraxiu – hugurinn eins og heiðavatn
ataraxia (at-uh-RAK-see-uh) also ataraxy, noun   
A state of freedom from disturbance of mind.
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Working 9-5

 
Það besta við að vinna 9-5 er að kl 5 er komið sumarfrí. Nú get ég lesið lesið bók í sólbaði eða farið á kaffihús án samviskubits. Ég gerði þetta auðvitað líka þegar ég var á skólabekk, en tók samviskubitið alltaf með. Núna er ég að lesa "Hundabókina" eins og hún er kölluð á þessu heimili. "The Curious Incident of the Dog in the Night-time". Ég á hana bæði á ensku og íslensku og les þær til skiptis. Bókin er um einhverfan strák sem leysir morðgátu. Kaflarnir eru númeraðir með prímtölum og í kafla 101 er einföld og góð útskýring á Monty Hall vandamálinu og hversvegna það borgar sig að skipta um dyr.
Kona tekur þátt í spurningaleik í sjónvarpi. Í þessum leik er hugmyndin sú að konan geti unnið bíl. Stjórnandi þáttarins sýnir konunni þrennar dyr. Hann segir að handan við einar dyrnar sé bíll en bak við hinar tvær séu geitur. Hann biður konuna að velja sér einar dyr. Konan velur dyr en þær eru ekki opnaðar. Síðan opnar stjórnandi þáttarins aðrar dyrnar sem konana valdi ekki og sýnir henni geit (því að hann veit hvað er á bak við allar dyrnar). Svo segir hann konunni að hún hafi enn tækifæri til að skipta um skoðun áður en dyrnar séu opnaðar og hún fái annað hvort geit eða bíl. Hvað ætti konan að gera?
Lífið er prímtala.  Við þurfum að gera annað tilboð í íbúðina. Nú verður það prímtala !
 
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Tilboð

 
Ég er í stresskasti – búin að bjóða í íbúð. Ég minnist þess ekki að hafa kippt mér uppvið íbúðarkaup áður.
 
b
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

„Langar-í“ veikin

 
Ég skoðaði íbúð í gær og er komin með langar-í veikina.  Kannski var ég ekki síst skotin í konunni sem er að selja (alvöru kella) og málverkunum hennar. Yngvi benti mér á að málverkin fylgja ekki með íbúðinni. Ohh damn!  Eydís er tilbúin til að flytja ca. 70metra. Íbúðin er innan þess radíuss. Núna er ég að reikna út greiðslubyrði af húsnæðislánum
Íbúðin mín er metin á 3x hærri upphæð en ég keypti hana á fyrir 10 árum og launin mín eru 3x hærri en þá. Þetta er ca 12% verðbólga á ári.
 
Ekkert bætir skapið meira en að eyða peningum, nema ef vera skyldi að eyða miklum peningum.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Niðurstöður út Lotu II

 
  Ég vinn! Ég vinn! Ég vinn!

2,6%

Birna

1,6%

Ásta

1,0%

Vala

0,4%

Yngvi

0,4%

Magga

b

Birt í Uncategorized | 4 athugasemdir

Skipulagsmál – já elskan

Kosningarnar í Hafnafirði snerust ekkert um skipulagsmál, heldur hvort það ætti að stækka álverið og ég held að flest allir sem kusu hafi verið á þeirri skoðun.
Þessir helv. kjósendur kusu bara ekki rétt þ.a. nú þarf að breyta skipulaginu til að búa til pláss fyrir Álverið.
Lýðræði – skrílræði

b

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Vinnuskólinn

 
Í Fréttablaðinu í morgun var smá grein um krakka hjá Vinnuskóla Reykjavíkur sem saumuðu víkingaföt fyrir einhvern atburð. Voða sæt grein. Á myndinni mátti sjá:
Einn verkstjóra : strák
4 saumakonur : stelpur
Er það m.a. þarna sem krakkarnir læra hvernig vinnumarkaður á að virka ?
Mér finnst það lágmark að "Vinnuskólinn" taki frumkvæðið og kenni krökkunum að brjóstat útúr þessu mynstri. Mér finnst að vinnuskólinn ætti að vera með markvissar aðgerðir til þess að hópstjórar stýrist ekki bara af eigin fordómum og setji strákan óvart á sláttuorfin og stelpurnar í saumaskapinn.
Hvað finnst þér?
 
með sumarkveðju
frú birna
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir