Sögur að norðan – 1982

 
Kiddý var með mér á herbergi 1.árið í M.A. Sumarið áður en skólinn byrjaði var ég í sveit á Torfalæk og hún vann í Essó sjoppunni á Blönduósi. Hún mátti borða eins mikinn ís í vinnuni og hana lysti .. og hana lysti!  Hún borðaði svo mikinn ís að maginn á henni kól og hún var fárveik og gat ekkert borðað í margar vikur. Þegar ég kom úr sveitinni hafði hún lést um 10 kg og ég þekkti hana varla aftur.
 
Mér finnst þessi saga góð og hef oft sagt hana. Ég rifja hana upp hér í tilefni þess að Kiddý kommentaði á bloggið mitt áðan. Skyldi sagan vera sönn? Eða segi ég sögur á norðlenska vísu, krassandi, hæfilega sannar sögur.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Fimmvörðuháls í 37.sinn

 
Ég fer Fimmvörðuhálsinn frá Skógum yfir í Þórsmörk á morgun. Það á að heita að ég sé fararstjóri með saumaklúbbnum hennar Ástu og Vala kemur með til að tryggja gott veður. Veðrið verður ljúft og ég ætla að hafa með mér æðislegt nesti grillaðan kjúkling, hnetur, súkkulaði, samlokur með egg og tómat .. . og fossarnir eru svo fallegir og meeee kindurnar á heiðinni og svo verð ég í nýju gögnupeysunni minni — ahhhh þetta verður dásamlegt!  Belgingur segir reyndar að það eigi að vera gott veður allstaðar á landinu nema nákvæmlega á Fimmvörðuhálsi :] en við höfum Völu.
Kannsk get ég platað Beggó til að lána mér Bergþórshvol til að gista í í kvöld. Þá þurfum við bara að keyra smá spöl í fyrramálið og getum lagt snemma af stað. Fimmvörðuháls – here I come, again.
 
b
 
p.s. ég verð líklega að taka með mér lítið nesti. Matvælaverð á Íslandi er hæst í Evrópu
Birt í Uncategorized | 5 athugasemdir

Baldur – riddari mannlegrar þekkingar

 
Ég er búin að setja inn myndir af Baldri mínum með húfuna.
 
Hann var fallegur í nýju jakkafötunum, með nýju klippinguna og stúdentshúfuna. En hann var líka þreytulegur elsku snúðurinn. Hann átti að spila undir söng og líka 3.kaflann í Tunglskins sónötunni og æfði sig alla nóttina og mætti ósofinn í útskriftina. Andri vinur hans var hjá honum um nóttina og veitti félagsskap og andlegan stuðning. Svona góðir vinir fást ekki keyptir á útimarkaði !
Undirspilið með Gaudeamus var undurfallegt hjá honum stráknum. Hann spilaði 3.kaflann 20% of hratt (rosalega margar nótur í þessu lagi!) en það slapp alveg. Ég hefði samt frekar viljað heyra hann spila fram gæsahúð hjá áheyrendum. Svo fórum við út að borða á Holtinu um kvöldið <dæs!> 
 
Í fyrra var Baldur að kenna ensku í Hvassó og einhver furðaði sig á því. Hafliði kennarinn hans sagði þá  "Það er svo undarlegt að hvað sem Baldur vill það gerist". Laukrétt, og nú ætlar hann til Japan.
 
b
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Snemma beygist krókurinn

 
Eydís er í vinnu með Írisi vinkonu sinni. Þær eru að beygja króka og finnst rosa gaman.
Það fyllir ungu hjörtun stolti að standa sig vel,  og vasana af peningum.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Lífið er hagfræði

 
Lota II í megrunarkappinu er í fullum gangi.
 
Línuritið er fyndið, lítur út eins og blævængur. þeir léttustu léttast mest og þeir þyngstu þyngjast.
þetta eins og hagfræðin, þau ríku verða ríkari. (as in rich bitch)
 
En til að hrista af sér spikið er upplagt að æfa hópdans .. a.m.k. horfa á hann, ótrúleg sýning
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Career Opportunity

 
Síðan ég var að prófa nýja heimasíðu Kaupþings og skráði bullupplýsingar inn, fæ ég endrum og sinnum spennandi atvinnutilboð.  

Starv í Kaupthing Bank

Í sambandi við at virksemið okkara er munandi vaksið seinastu tíðina, sóknast vit eftir fólki til umsitingardeild okkara.

b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Árgangur og árangur

 
Skólafélagar mínir í meistaranáminu í HR eru snillingar.
Stærðfræðingurinn og spjótkastarinn Vigdís Guðjónsdóttir sigraði í spjóti á Landsmótinu
og meistarinn Hilmar Finnsson skrifaði forrit sem getur lært að spila hvaða leik sem er (GeneralGamePlayer). Með GGP að vopni sigraði hann á alþjóðlegu móti slíkra forrita í Stanford.
Hilmar er búinn að lofa að tala á samlokufundi hjá félagi tölvunarfræðinga í haust.
Heimasíðunni fyrir mótið er ekki sérlega vel við haldið en hér er lokaniðurstaðan:
 
Rank Player         Total Score   Institution
——————————————————————
1    CADIAPlayer      2723.50     Reykjavik University
2    Fluxplayer       2355.50     Technical University of Dresden
3    Ary              2252.75     University of Paris 8
4    ClunePlayer      2122.25     University of California, LA
5    UTexas LARG      1798.00     University of Texas, Austin
6    Jigsawbot        1524.00     India Institute of Technology
7    LuckyLemming     1250.50     Technical University of Dresden
8    WWolfe            821.25     Independent (Stanford student)
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Baldur verður stúdent á morgun

 
Hann Baldur minn, elsku erfinginn, útskrifast sem stúdent frá Hraðbraut á morgun.
Ungi nr.1 um það bil að fljúga úr hreiðrinu. Myndarlegur strákurinn með nýja klippingu og í nýjum jakkafötum. Hann stefnir til Japan í haust. Hann mun standa sig vel hvað sem hann svo álfast til að gera við lífið.
Ég er geðveikt stolt. Þetta tókst!
 
b
Birt í Uncategorized | 4 athugasemdir

Borgartún

núna heitir garðurinn minn Borgartún
þá hljómar það eins og ég sé að fara á fund í Borgartúni (höfuðstöðvum) þegar ég er að fara í sólbað heima
 
Vala er reyndar strax búin að bóka fund. Garðveisla Borgartúni
 
b
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

skokk-iti-skokk

 
Ég var ennþá stirð í gær eftir Bláskógaskokkið þ.a. ég hljóp ekkert, en ég skokkaði 3-4km í morgun (eins og gömul kelling). En hei! ég ER gömul kelling.. gleymi því alltaf :]
 
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd