klarinettur

Sonur vinkonu minnar er að læra á klarinett. Hann hefur verið að læra í nokkur ár og er bara orðinn nokkuð góður. Svo komst hún að því að hann fær alltaf 40 mín kennslustundir en stelpurnar, bekkjasystur hans fá klukkutíma! Samt borga þau sama gjald í tónlistarskólanum. Vinkona mín fékk þau svör frá skólanum að strákarnir hætti venjulega um fermingu og því taki því ekki að kenna þeim af neinni alvöru. Engir af strákunum hefðu orðið atvinnu klarinettuleikarar!? Hvað er í gangi?
 
b
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Opinberun

 
Hafið þið tekið eftir því að sum opinber þjónustufyrirtæki eru í alvöru farin að veita góða þjónustu ?  Ég á í leynilegu ástarsambandi við RSK.is sem fer framúr sér með stöðugum endurbótum á rafrænum skattskilum og aðgengi upplýsinga á netinu. Svo ekki sé talað um elskulegt starfsfólk sem gerir allt fyrir mann þegar manni tekst þrátt fyrir allt að klúðra skattaskýrslunni.
Og núna var Vala að segja mér að hjá Tryggingastofnun Ríkisins kostaði það tvo músarsmelli og eina kennitölu að fá Evrópska sjúkratryggingakortið innum bréfalúguna! Já, ég sagði Tryggingastofnun! Hvað kemur næst? Bættir opnunartímar hjá LÍN? Greiðsluseðlar með opinberum gjöldum? Hvar endar þetta??
 
b
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Lota IV

 
Magga vann! Enda búin að vera staðföst í hlaupaæfingunum í allt sumar. Hún tekur Berlínar maraþonið í nefið.
Að öðru leyti var árangurinn í samræmi við sólríkt sumar, ferðalög og grill
   1,7%  Magga
   0,8%  Ásta
   0,3%  Yngvi
   0,0%  Birna
  -1,1%  Vala
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

kaffivélar

þegar ég heyrði fyrst hugtakið "kaffivél" fannst mér ótrúlegur óþarfi að búa til vél sem ynni jafn-einfalt verk og að hella uppá kaffi. Þá hafði ég aldrei haft mikið að gera
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Fóður

 
Aldeilis hreint dásamlegt hvað Eydís er skapgóð þegar hún er nýbúin að borða. Hún hoppar um af kæti þegar ég skamma hana fyrir að skilja fötin eftir á gólfinu.
Muna: Fóðra barnið
 
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Mikið mál

 
Ég er skráð í 2 kúrsa í HR núna. Báðir fjalla um að greina málfræði og merkingafræði mála. 
  • Semantics þar sem unnið verður með forritunarmál. T.d. að meta hvort eitt forrit geri það sama og annað.
  • Málvinnsla þar sem við greinum setningar á Íslensku og finnum merkingu þeirra, m.a. með tölfræðilegum aðferðum.
Usss! ég er að lesa
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Kaff

Mér fannst kaffiprófið vera óttalegt bull, þar til ég sá niðurstöðuna. Espresso! Það passar alveg, þ.e.a.s. kaffið, ekki endilega lýsingin :

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Espresso!

Þú ert með eindæmum sjálfsörugg. Þú ert vandvirk og samviskusöm en lætur það þó stundum eftir þér að fresta verkefnum til morguns. Þú ert á sífelldri hraðferð án þess þó að það hái þér á nokkurn hátt. (hmmm?)

30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Menningar maraþon

 
Mér sýnist einna helst að ég hafi ekki hlaupið hálf-maraþon á laugardaginn. A.m.k. finn ég enga mynd af mér. Kannski hljóp ég svo hægt að ég náðist ekki á mynd. Ég náði áður óþekktum tíma, hljóp á ca 2:15 – stífelsið aftan í vinstra læri er að þvælast fyrir mér. Ég er búin að vera í nuddi og nálastungum í sumar, en skána lítið. Halli segir: Liggja á bakinu og toga öklann niður að enni í 2 mínútur. Prófa það
 
b
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

Alþjóðaviðskipti 9-10

Nú er ég búin með prófið í Alþjóðaviðskiptum. Það gekk mjög vel. Ég veðja viskíflösku á 9-10 útúr prófinu, en ég veit ekki með verkefnið. Sjáum til. Gert er gert og borðað það sem borðað er.
Bókin var svo stórkostlega Bandarísk að mér varð illt. Það er nánast eins og höfundur bókarinnar (Charles W.L. Hill) haldi að aðrar heimsálfur séu til eingöngu ætlaðar til að efla hagvöxt í ameríku. Samt er þessi bók "the international student edition and not to be sold in North America and contains content that is different from its North American version." Hvernig ætli ameríska útgáfan sé!?
Ég hleyp 21km á morgun, á eftir að sækja hlaupagögnin niðrí Laugardalshöll. Það er næstum of mikið fyrir mig, búin á því.
 
Reykjanesbær er með uppeldisnámskeið fyrir foreldra ungra barna! Snilld! Nú er líka hægt að fá uppeldisaðstoð þó maður eigi bara barn en ekki hund. Svona uppeldisnámskeið ættu að vera í boði fyrir alla foreldra, a.m.k. foreldra ofvirkra barna, t.d. á meðan þau "bíða eftir greiningu" í 2 ár. Ofvirk börn þurfa 10x meira og betra uppeldi en önnur börn og þau geta ekki beðið.
 
Í næstu viku hefst svo skólinn. Ég er skráð í Semantics kúrs hjá Luca og Málvinnslu hjá Hrafni og Hannesi og svo kenni ég dæmatíma í reikniritum fyrir Yngva. Líklega tek ég bara annan kúrsinn, þar sem ég verð í vinnunni líka. Það er leikur að læra. Matur hjá mömmu í kvöld. Zzzzz
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Freknur og önnur fríðindi

 
Ég á eftir að senda Baldur minn í myndatöku áður en hann fer hinumegin á hnöttinn. Kannski sendi ég hann á þessa stofu  til þess að fríðleikinn njóti sin.  Úfið hár og unglingabólur heyra sögunni til. Ég fletti í gegnum öll sýnidæmin, þau eru alveg dásamlega hryllileg. Hversvegna ætti maður að vilja láta börnin sín líta út eins og dúkkur? Var málið ekki að reyna að láta dúkkurnar líkjast börnum??
Þegar ég var svona 12 ára reyndi einhver (ég man sko alveg hver) að stríða mér á því að ég væri freknótt.  Ég starði forviða á hana og sagði "Þú ert ekki með neinar freknur". Ég vissi ekki að það væri hægt. 
 
b
Birt í Uncategorized | 8 athugasemdir