Hagsýn húsmóðir

Nú er skólinn byrjaður af fullum krafti og ég sýni aukna aðhaldssemi í heimilisrekstrinum.
Ein leið er að senda Eydísi útí búð með pening og upptalningu á því sem hún á að kaupa, þá kaupi ég ekki allt sem mig langar í að auki. Hahh! Ég hlakkaði yfir feitum sparnaði. Þá bankaði maður með girnilegan humar. Bara þrjú og níu…  Ég þarf að kaupa hvítvín á morgun.
 
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

Pat & Mat

 
Munið þið eftirþessum ? Klaufabárðarnir, . . . byrjar á tékkneskri fótboltalýsingu :]  Ég skil lítið sem ekkert í tékknesku lengur, en hljómurinn er fallegur
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Gömul yfirsjón

 
Tímarnir breytast og mennirnir með. Margt hefur lagast frá því í gamla daga, en það á enn eftir að sópa útí hornin.
Kári Harðar minnir á eitt atriði :
Atvinnurekandi fær upplýsingar um ýmislegt honum óviðkomandi og er gert að rukka sína launþega, t.d. um fjármagnstekjur og meðlagsgreiðslur!  Þetta er alger tímaskekkja og hlýtur að stangast á við persónuvernd.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Aftur í stríð ..

 
Bush er í stuði: "Aðgerðir Írans ógna öryggi þjóða alls staðar" Er hann ekki að falla á tíma kallinn, að blása til fleiri styrjalda ?  Hann er nú meiri bullustampurinn. Vonandi lifum við hann af. Ég treysti helst á að Bandaríkin hafi ekki efni á meira stríðsbrölti í bill. 
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Nægur tími ..

Merlene Ottey er 47 ára og ein af þeim bestu í heiminum í 100m

http://www.jakobweb.dk/ottey/web/jmno-profile.htm

Það er nægur tími ! 

 

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Íslandsmeistarar !

 
Elsku stelpurnar ( 4.flokkur Fram) eru orðnar Íslandsmeistarar. Þær kepptu til úrslita á Íslandsmeistaramóti í 7manna bolta á Höfn í Hornafirði um helgina og komu heim um miðnætti í gær. Þreyttar en sigursælar. Ég er að springa úr monti.
 
b
 
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Væn kona er kóróna manns síns

Ég var að setja upp Cygwin sem er Linux skel í Windows. Þarf að nota þetta til að keyra grep og forrita í Perl í Málvinnslu kúrsinum. Þetta gengur mikið útá strengja vinnslu .. en jæja.
Ég var að rifja upp og prófa mig áfram.. : hvaða ritil get ég notað? hvernig vísa ég í skrá? hvar er hjálpin? og allt þetta sem þarf að gera til að fóta sig í nýju umhverfi. Ég útbjó textaskrá til að vinna með: Ord.txt sem inniheldur Orskviðina úr gamla testamentinu. (Hlýtur að vera sæmilegt, fyrst Björgvin Valur las próförkina)  Ég sá að textinn er sjálfshjálparbók síns tíma þ.a. ég sigtaði úr línur sem innihalda orðið kona, mér til leiðbeiningar.
 
$ grep -i kona c:\\Ord.txt > c:\\svar.txt
 
og svar.txt skráin innihélt :
   og hórkona sækist eftir dýru lífi. 
   Gekk þá kona í móti honum,
   búin sem portkona og undirförul í hjarta – 
   Yndisleg kona hlýtur sæmd,
   svo er fríð kona, sem enga siðprýði kann. 
   Væn kona er kóróna manns síns,
   en vond kona er sem rotnun í beinum hans.
   en skynsöm kona er gjöf frá Drottni. 
   og þrasgjörn kona – er hvað öðru líkt.
   en sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skilið.
þar höfum við það . .
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

89% Nörd

 
Þetta varð nú hærra en ég bjóst við . . (smá skelkuð)
Ég er HÆRRI en Yngvi, hann er 88% . . (skelfingu lostin)
 
en hva! þetta er ekki neitt neitt ..
Kári Harðar er með 99% og Frikki Skúla með 100% , nema hvað !
 

 
Ég tók líka sexy testið. Niðurstöðurnar voru sláandi !
 
b
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Snæfellsnes með FM

 

 
4.flokkur Fram fór til Grundarfjarðar í dag á hvítum Econoline, hálfgerðum rútubíl til að leika síðasta leikinn í deildinni.  Stelpurnar mættu kl 3 fyrir utan FRAM heimilið og voru nánast þægar alla leið með FM957 á blasti .. ástin er international!
Þær spiluðu leikinn í slagveðurs rigningu. Ég var vel klædd, en þær niður-rigndar. Haukur komst ekki með á leikinn og ég skipti inná hægri, vinstri. Það gekk einhvernvegin.
Til að hafa marka skráninguna á hreinu sendi ég sjálfri mér sms þegar við skoruðum, samt gleymdi ég tveimur síðustu mörkunum :] þetta var orðið svo mikið 


 *Kristin  *Kristín  *Elva


 *Áslaug   *Áslaug   *Kristín   *Áslaug   *Áslaug  *Kristín


Leikurinn fór 1-9  fyrir okkur. Það er bara hægt að elska þær!
Eftir leikinn var ákveðið að fara út að borða. Hópurinn mætti á Kaffi 59 á Grundarfirði í rennblautum sokkum og á skvaldrinu. Á leiðinni heim var íslenski listinn á FM957 og það fór ekki framhjá mér að þær kunna alla textana.
 
Shut up an’ drive !
 

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Útrýmum fátækt

 
Vá! ég er heppin í dag. Ég rakst á þennan stórkostlega fyrirlestur hjá Hans Rosling, sænskum hugsjónamanni. Hann vill bæta heiminn með því að opna aðgang að upplýsingum um jörðina, þar á meðal tölfræðileg gögn um fátæk ríki. Framsetningin hjá honum er stórgóð, skýr, bráðskemmtileg og skiptir máli ..   og bráðfyndin, var ég búin að segja það ? Meira frá Hans Rosling á Gapminder
 
Smellið á myndina til að spila .. (alveg eins og á YouTube)
 
    

b

Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir