Talið

Fólk talar svo mikið í bíómyndunum. Segir réttu hlutina á réttum tíma. Ég myndi örugglega líka gera það ef ég hefði handritshöfund.

b

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Baðið

Jæja, þá er ég búin að fara í sjósund.
Það var skítkalt .. og blautt

b

Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Sparnaðarráð í kreppuni

 
Þegar maður (kona) er kominn til vits og ára þá fjölgar óhóflega kertunum á afmæliskökunni.
Þá er ráðið að nota Binary afmæliskerti. Sjáðu bara :
 
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Úrval

 
Aðalvandamálið er að í stjórnkerfi Íslands er "valinn maður í hverju rúmi". Við höfum látið það viðgangast of lengi.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

bréf frá konu

Birti hér þetta magnaða bréf sem mér barst:

Hvern fjandann er fólkið að meina?

Starfs míns vegna neyðist ég til að lesa kreppufréttir daginn út og  daginn inn. Auðvitað finnst mér þetta alveg hræðilegt og allt það en það er eitt sem ég skil ekki.
Flestir tala um að nú sé kominn tími til að sinna börnunum sínum, fjölskyldu og vinum. Hvað í andskotanum heldur þetta fólk að íslenskur almenningur hafi haft fyrir stafni? Skyldi það ætla að við höfum verið viti okkar fjær og stigið trylltan dans í  kringum gullkálfinn á meðan börnin okkar, vinir og ættingjar lágu óbættir hjá garði?
Umkomulausir og einmana þar sem enginn hafði nokkurn tíma fyrir þá?

Ég sjálf og allir sem ég þekki hafa nú verið uppteknir af því að vinna fyrir sér, að vísu ekki að vinna fyrir bankastjóralaunum heldur bara svona til að eiga fyrir salti í grautinn. Þessi sauðsvarti almúgi sem ég þekki hefur bara hugsað vel um börnin sín, takk fyrir. Hringt í  vini og ættingja og heimsótt þá jafnvel ef sérlega vel hefur legið á fólki.

Mér finnst þessi umræða gjörsamlega fáránleg. Það er verið að slá  ryki í augun á okkur með því að við getum nú gert svo margt gott og  nytsamlegt þótt búið sé að ræna okkur aleigunni og marga starfinu.  Nú þakkar maður fyrir það helst að hafa þó vinnu. Það er verið að  koma inn hjá okkur samviskubiti, að við höfum nú ekki hugsað sem best um þá sem næst okkur standa.

Nú þegar við erum orðin atvinnulaus og blönk getum við allavega gefið okkur tíma að sinna börnunum í stað þess að  æsa okkur yfir því að það sé búið að svipta okkur aleigunni og atvinnunni. Við eigum nefnilega ekkert að vera að velta okkur upp úr því hver sé  ástæðan fyrir þessum hremmingum, við erum hvort eð er svo vitlaus að við munum aldrei geta skilið að þetta var eiginlega alveg óvart og  mönnum í útlöndum að kenna. Hvað er svo sem að marka einhverja aumingja sem eiga ekki einu sinni part í þyrlu?

Ég fyrir mína parta ætla að halda áfram að sinna börnunum mínum, ættingjum og vinum. En ég ætla líka að vera reið, alveg fjúkandi vond, og ekki hætta fyrr en ég hef fengið svör við því hvernig í andskotanum  allt gat farið hér til helvítis á einni nóttu.

Afsakið orðbragðið.
Kona

Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Aggi í MA

 
Ég rakst á mynd af Agnari bróður á Facebook frá MA. Þvílík dúlla !
 
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

kæri dýri

 
þetta er nú að verða ágætt. Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni uppá svona þvaður. Ekkert er Árna að kenna hvað þá Davíð, og hvað þá Geir. Bretarnir eru eitthvað svo bráðir og í erfiðri stöðu. Ríkisstjórn íslands gerði allt rétt.
 
Ég hef orðið fyrir stórkostlegum vonbrigðum með Samfylkinguna í þessu stjórnarsamskiptum. Hún virðist máttlaus og valdalaus og lætur ráfandi forsætisráðherra um stjórnartaumana. Það eina sem ég hef séð til Samfylkingarinnar sem ég vildi sjá, var hvernig Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur staðið sig, alein að því er virðist, gegn virkjanaþrýstingnum.
 
Hvað gerist nú ef rússagullið flæðir hingað. Rís þá rússneska olíuhreinsunarstöðin orðalaust á Vestfjörðum ?
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Tímavélin

Nú erum við á leiðinni aftur á bak í tíma um marga áratugi.
Það er ekki svo slæmt. Sjáðu bara hvað það voru broslegir tímar !

b

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Sameining?!

 
Á að sameina Fram og Fjölni !? hver hefur áhuga á því. Íþróttafélag er annað og meira en rekstrareining.
Nú vil ég að félagslegum viðhorfum verði gert hærra undir höfði innan Fram rétt eins og Ármann Jakobsson óskar samfélaginu öllu. Svo vil ég  að snobbið fyrir völdum og peningum flytjist af landi brott, a.m.k. úr íþróttahreyfingunni.
 
Benedikt vill að sameinað félag heiti Fjam :] 
 
b
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Hattlaust veðmál

 
Víhú!  Ég er komin með annað veðmál. Ég elska (e. love) að veðja, ég vinn alltaf. Atli ætlar að borga mér eina rauðvín ef Sjálfstæisflokkurinn fær minna en 35% í næstu alþingiskosningum. Þó ég sé eins gömul og á grönum má sjá, þá ef ég enn nokkra trú á mannkyninu, jafnvel íslendingum, og held að fólk gleymi ekki svona glatt.   Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn undir 35% og ég fæ rauðvín. (Engir hattar í þessu veðmáli)
Kannski erum við að fara að borða maðkað mjöl og enginn Sjálfstæðisflokkur í næstu kosningum. Ísland 1944-2008
 
b
Birt í Uncategorized | 4 athugasemdir