TED talks – um menntun barna

 
Þessir TED fyrirlestrar eru stórkostlegir !  Klárasta fólkið í heiminum í minni tölvu.
Hér talar
Sir Ken Robinson um menntun barna: Do schools kill creativity?
 
Hann segir meðal annars "If you are not prepared to be wrong, you will not come up with anything original" En það er bara ofurlítið brot af öllu því frábæra sem hann segir. Snjall og skemmtilegur. Njótið.
 
 
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Hlýðni

 
Krakkar mínir, verið ekki svona stillt !
 
"Að framkalla borgaralega meðalhegðun, svæfa fólk og gera það hæft til að þola biðraðir í bönkum, kirkjuathafnir og langar fundasetur er glæpur gegn mannkyninu."
 
Guðm. Oddur í Viðskiptablaðinu í dag
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Myndir

Ég setti loks inn myndirnar af Eydísi í Skólahreystinni. Hrausta stelpan sigraði "hangi-keppnina" í sínum riðli. Álftamýrarskóli komst ekki áfram. Við eigum helling af hand- og fótbolta kökkum, en fáa í fimleikum.

 

Svo er hann Baldur minn ekki bara að syngja í Karaoke þarna í Japan. Hann er líka eitthvað að teikna. Þeir Andri klára kannski þessa bók að lokum.

 
      
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Gengið

 
Ég tók mig til og lagði pening inná gjaldeyrisreikninga. Mér sýnist alveg ljóst að Seðlabankinn er ekki að stýra peningamálum með það að markmiði að hafa hemil á verðbólgunni. Það er þó yfirlýst stefna. Ég held að Seðlabankinn sé að stilla peningamarkaðinn af m.v. gengi krónunnar.
Hmm
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Forbrydelsen

 
Ekki nóg með að þættirnir séu spennandi,
heldur er þetta glæpsamlega dásamleg peysa !
 
 
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

það skyldi þó ekki vera

 
Nanna Rögnvaldar er ættuð frá Eyhildarholti í Skagafirði. Skyldi hún vera skyld Siggu Bjarna ??
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Möl ?

 
Ég er búin að velja mér forsetaframbjóðanda í USA. Mikki Möl
Ef ekki væri fyrir hann, þá myndi ég velja Hillary eða Barak. Þau fá jafnmörg stig. En ég myndi kjósa Hillary. Ég heyrði viðtal við hana á BBC og heillaðist.
Þetta próf er ekki svo vitlaust. Huckabee fékk einungis 5 stig frá mér, enda finnst mér hann fáviti.. eða eitthvað með skárra orðalagi en sömu merkingu.
 
 
 

Mike Gravel
Score: 62

Agree
Iraq
Immigration
Taxes
Stem-Cell Research
Health Care
Abortion
Marriage
Death Penalty
Gun Control
Environment

Disagree
Social Security
Line-Item Veto
Energy
Education

 

Hillary Clinton
Score: 55

Agree
Immigration
Taxes
Stem-Cell Research
Health Care
Abortion
Energy
Marriage
Gun Control
Environment

Disagree
Iraq
Social Security
Line-Item Veto
Death Penalty
Education

 

Barack Obama
Score: 55
Video

Agree
Immigration
Taxes
Stem-Cell Research
Health Care
Abortion
Energy
Marriage
Gun Control
Environment

Disagree
Iraq
Social Security
Line-Item Veto
Death Penalty
Education
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Sjónvarpsefnið

 
Eydís er að gera úttekt á því hversu stór hluti af sjónvarpsútsendingunni er "ekki sjónvarpsefni"
  •   auglýsingar
  •   kynning á dagskrá næstu viku
  •   byrjunarlag þátta
  •   lokalag þátta
  •   ..
Baldur says:
en í japan eru auglýsingarnar betri en efnið
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Baldur er á lífi

 
Baldur tók sig til og bloggaði . .
 
hann er á lífi strákurinn, sem er gott
Í Japan er víst blóð, jazz og karaoke
 
Að öðru leiti hefur dagurinn verið sjálfhverfur. Ég horfði á fjar-kennslu vídeó með sjálfri mér. Hringdi í Ferðafélag Íslands og hlustaði á mína rödd á símsvaranum svo fletti ég sjálfri mér upp á innranetinu í vinnunni.
 
Ég versna ekki úr þessu
 
b
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

Euro-2008

 
Ég spái því að Eistar taki þetta í ár :] http://www.youtube.com/watch?v=I-745smdbhU&feature=related
 
b
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd