Baldur er á heimleið

 
Baldur er loksins fundinn og á heimleið. Benedikt úr ísl sendiráðinu í Japan reddaði honum passa og fylgir honum útá flugvöll. Næst lendir hann örugglega í vanræðum á Heathrow, á terminal 5, þarsem allt er í steik og biðröðum og týndum farangri og seinkun á flugi. En hann er þó a.m.k. kominn til Evrópu, næstum heim.
 
Svo fermist Eydís á morgun. Fermingaræfingin gekk vel í morgun, veislusalurinn er nánast tilbúinn, eitt og annað smávegis eftir .. þetta reddast örugglega :]
 
b
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Veðbankanum lokað

 
Baldur er búinn að pakka saman og lagður af stað heim. Mikið hlakka ég til að sjá hann heilu á höldnu. Ég hef þekkt hann í allnokkurn tíma og var að hugsa um að opna veðbanka, hvar fólk gæti veðjað á hvort hann næði sérhverju flugi og hvort hann kæmi með allan farangurinn heim.  Ég var með ca 45% líkur á því að þetta lukkaðist fullkomlega hjá honum. Eydís var í tölvunni, annars hefði ég verið búin að blogga um þetta .. en svo hringdi Baldur. Hann er kominn á hótel rétt hjá flugvellinum, með allan farangurinn sinn, nema vegabréfið.
Núna tel ég vera um 15% líkur á að hann verði með flugvélinni sem fer í fyrramálið og nær engar líkur á að hann finni næstu vél sem hann á að taka og farangurinn skili sér, því hann er algerlega ósofinn í ringulreiðinni í útlöndum. Við Pétur erum búin að hafa samband við sendiráðið, og utanríkisráðuneytið og ísl. ræðismann í Kyoto sem gæti hugsanlega útbúið neyðar vegabréf fyrir hann.  Hann kemst heim að lokum, en kannski ekki fyrir ferminguna.
Það er ekki lognmollan í kringum hann Baldur minn
 
b
 
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

fermingarmyndir

 
Ég henti nokkrum fermingarmyndum af gulla-stelpunni inná hérnatil hægri. Nokkrum, hmmm 45 myndum. En það er ekki svo mikið miðað við að hann tók rúmlega 600 myndir af henni. Sexhundruð ! Enda er hún komin með ársskammt af athygli eftir myndatökuna.
 
 
b
Birt í Uncategorized | 6 athugasemdir

Ábót

 
Ármann Jakobsson ritar um Hjallastefnuna. Ég hef engu við þetta að bæta
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Festen

Ég er svo fyndin, búin að vera nánast í fullri vinnu við að vorkenna mér að vera hölt og hundsað undirbúning fermingarveislu drauma-dótturinnar. Hún sá sjálf um að panta prufu-hárgreiðslu og myndatöku og var glæsileg í nýja kjólnum og svo í gömlu íþróttabuxunum mínum! gasalega kúl. Hún hefur greinilega lært öll trikkin hjá Tyra Banks. Tunguna uppí góminn, horfa uppfyrir myndavélina og spenna vinstri rassakinn. Hún var svo flott stelpan. Við fáum disk með myndunum á eftir og getum þá valið 1-3 myndir til að sýna í veislunni.
Já, það verður veisla. Ég er búin að redda veitingum og borðbúnaði og sal og hlaupastelpum og gestum . . þetta lítur út fyrir að reddast. Mig langar svo til að veðrið verði gott. Veislan er í Heiðmörk og mér finnst svo fallegt þarna, langar mest út að labba. ohh damn! ég er á hækjum, gleymi því alltaf.
En ég hlakka til dagsins, nenni varla að kaupa mér kjól, ekkert gaman að máta fín föt, höktandi um á hækjum. Verð trúlega í sama kjól og þegar Baldur fermdist. Rauður skósíðu hör kjóll með leðurreimum frá GuSt. Kíki kannski á nöfnu mína Birnu á Skólavörðustígnum. Langar í kjól sem er eins og síð skyrta .. með hettu
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Gleðilegt páskaegg

 
Mikið helv. er ég orðin þreytt á að vorkenna mér í hnénu. Búin að nota sjálfsvorkunina til að slæpast heilmikið. Fórum til Akraness í gær svo ofdekraði unglingurinn gæti hitt vini sína. Eitthvert perra lið sem hún hefur kynnst á netinu. Kíktum svo á kaffihús .. Skrúðgarðurinn á Akranesi. Það er dásamlegt hús. Margar "ömmu-stofur". Gamlir sófar og bókahillur. dásamlegt! Ég stal einni bók sem ég las í gamla daga áður en ég hafði vit til. Eldhúsmellur eftir Guðlaug Arason. Hún er miklu betri núna. Ég sé mikið fleiri fleti á sögunni núna en áður. Nú hef ég líka afsökun fyirr því að skreppa aftur til Akraness til að skila bókinni.
En .. nefið aftur ofaní lærdóminn. Constraint Satisfaction Problems  ( og páskaegg)
 
b
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Hækja

Á skíðum skemmti ég mér trallalala og hopsabomm!
þannig fór það og nú hökti ég um á hækjum. Mig grunar að krossband í hné sé slitið, án þess að ég hafi neitt fyrir mér í því annað en sársaukann þegar ég set hliðar álag á fótinn. Ég fæ tíma í segulómun 27.mars og fæ að borga 12 þús fyrir það. Hvað ætli það sé stórt hlutfall af raunverulegum kostnaði?  Er þetta hálfgerð "einkavæðing" heilbrigðiskerfisins? Eða lágmarks kostnaður til að fólk sé ekki að hlaupa í segulómun í tíma og ótíma? Hversvegna eru græjurnar ekki nýttar betur og unnið aðeins frameftir eða annan hvern laugardag til að stytta biðina? Hvaða vit er í að láta dýr tæki standa ónotuð á kvöldin? Jæja frjálshyggjuplebbinn hann Gulli hlýtur að vera með hagsmuni almennings í huga. (rúllandi augu). Eins gott að ég er að hagnast á falli krónunnar, þá get ég bæði borgað fermingarveisluna hennar Eydísar og segulómskoðun. Þetta er meiri lætin á markaðinum. Ég ætti að útvíkka hlutabréfamódelið mitt þ.a. það skoði í samhengi verð á hlutabréfum, myntum, gulli og öðru hráefni . . Eitthvert verða peningarnir að fara. Kannski best að klára þennan kúrs sem ég er í núna .. og gera það sem ég Á að gera til tilbreytingar.
Nú er ég á hækjum og get ekki keyrt bíl. Á eftir að gera helling útaf fermingunni hennar Eydísar, en þetta mun reddast, fullt af fólki sem er til í að vera gott við mig. Vá! hvað myndi ég gera annars.
Ég er búin að senda út boðskort útaf fermingunni, meira en á síðustu stundu. Eydís bjó boðskortið til. Hún er góð í þessu. Veislan verður í Heiðmörk. Baldur rúllaði augum "Ohh mamma, þú ert svo mikið náttúrubarn". Á meðan er hann í Tokyo að kaupa tæknidót og teiknidót og kimono. Hann kemur heim rétt fyrir ferminguna. Það verður gott að sjá hann aftur.
 
b
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Gengið

Mér sýnist af sveiflum krónunnar yfir daginn að Asía er enn að veðja á hávaxtamyntina okkar en Bandaríkin eru komin á handbremsuna.
Nú er heldur betur verið að spara. Auddi og Sveppi verða veislustjórar á árshátíð Kaupþings. 😀
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Veðurfar

 
Æ, ég er ekki frá því að ég finni fyrir heilsufarslegum mótbyr þegar veturinn ætlar að vera svona langur og vindasamur. Nú þyrfti ég að komast á skíði og basla útivið í einn dag.. en heimalærdómurinn kallar.
Stelpan er milli markstanganna í Mosfellsbæ. Núna er það handbolti. Ég get ekki hangið í íþróttahúsi allar helgar. Í mínu ungdæmi voru foreldrar ekkert að skipta sér af íþróttaiðkun krakkanna.
 
b
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

Heimsbókmenntirnar

Baldur er að lesa Njálu á netinu – frá Japan
Baldur says:
 haha
 lool
 Gunnar mælti: "Hví ríður þú svo hart?"
Birna says:
 < uppeldissvipur > 
Baldur says:
 Já, sannarlega eru þetta heimsbókmenntir
Birna says :
 þetta eru glæpasögur
Baldur says :
 Já, þeir riðu hart á þeim tíma var það ekki?
Birna says :
 < uppeldissvipur > 
Baldur says :
 ó guð hahaha
 Kolskeggur mælti: "Hart ríður þú nú frændi."
 Þeir HLJÓTA að vera að gera þetta viljandi
 ég neita að trúa öðru
og uppeldinu á að heita lokið
 
b
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir