Hvernig gengur?

    Það sem mig dauðlangar að vita er :  <sent á seðlabanka og viðskiptaráðuneyti>

    1. Hvað skuldum við mikið í krónubréfum og hvenær eru gjalddagar? (er þetta ekki til í súluriti hjá Seðlabanka eða hagstofu? )
    2. Hvernig er stefnt á að losna við krónubréfin og hvenær?
    3. Hvað er Seðlabankinn að eyða miklum gjaldeyri í að halda uppi genginu?
    4. Hversvegna erum við að "halda uppi" genginu??

    kv. Birna

    —————————

    Stefán Jóhann Stefánsson hringdi í mig úr Seðlabankanum og sagði eftirfarandi: (vonandi rétt eftir haft)

    1. Upplýsingar um krónubréfin og gjalddaga þeirra er að finna á bond.is og í peningamálum Seðlabankans. Ég spurði hvort útistandandi væru um 200 ma, og hann sagði að það væri ekki fjarri lagi, en taldi þó að það væri nokkru lægra. < ég á eftir að fara inná bond.is og skoða >
    2. Hann kannaðist ekki við að nein opinber stefna væri um að losna við krónubréfin. Þó svo það hefði vissulega verið í umræðunni.
    3. Hann sagði Seðlabankann hafa eytt litlu í að halda uppi genginu
    4. Og tilgangurinn væri að halda verðbólgunni niðri.

Ég er sátt við greið svör, en sakna þess að fá á tilfinninguna að markvissar aðgerðir séu í gangi. Það er bara verið að beita klassískum aðferðum eftir bókinni, en þær hafa brugðist hingað til og einhver sagði að það væri búið að eyða 140 millj af AGS láninu. það eru soldið miklir peningar.
Í morgunkorni Íslandsbanka 6.feb kom fram að í um þriðjungi gjaldeyrisviðskipta væri Seðlabankinn að kaupa krónur (og sóa gjaldeyri!)

SÍ segir: – ég ætla að ýta þessu á sérfræðingana okkar og reyna að fá þessar upplýsingar í aðeins ítarlegra formi en ég nefndi við þig í símanum – til að setja á vefinn

    Kv. Birna

Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

1 Response to Hvernig gengur?

  1. Óþekkt's avatar Björgvin skrifar:

    Flott hjá þér að hamast í þessu. Það er alveg bráðnauðsynlegt.

Færðu inn athugasemd