þetta er nú að verða ágætt. Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni uppá svona þvaður. Ekkert er Árna að kenna hvað þá Davíð, og hvað þá Geir. Bretarnir eru eitthvað svo bráðir og í erfiðri stöðu. Ríkisstjórn íslands gerði allt rétt.
Ég hef orðið fyrir stórkostlegum vonbrigðum með Samfylkinguna í þessu stjórnarsamskiptum. Hún virðist máttlaus og valdalaus og lætur ráfandi forsætisráðherra um stjórnartaumana. Það eina sem ég hef séð til Samfylkingarinnar sem ég vildi sjá, var hvernig Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur staðið sig, alein að því er virðist, gegn virkjanaþrýstingnum.
Hvað gerist nú ef rússagullið flæðir hingað. Rís þá rússneska olíuhreinsunarstöðin orðalaust á Vestfjörðum ?
b