Yes minister

Geir Haarde sagðist ekki vita til þess að Landsbankinn og Glitnir "sameinist"  í næstu viku.

Í þáttunum "Yes minister" í gamladaga þýddi svona svar að hann treysti sér ekki til að ljúga með sterkara orðalagi.

Ég trúi því uppá Davíð Oddsson að hafa yfirtekið Glitni á því verði sem honum þóknaðist til að setja Jón Ásgeir á hausinn og geta svo selt Landsbankanum á spottsrís í kjölfarið.

Ásta er ung og saklaus og trúir mér ekki. Hún er þreytt á samsæriskenningum um Davíð. En hún hefur heldur ekki séð hann tala um þá sem hann hatar. Hún veðjaði við hana að Landsbankinn muni eiga Glitni eftir 3 vikur. Ég ætti ekki að fara svona með vini mína.

Ég ét hattinn minn ef þetta gengur ekki eftir (og borga Ástu)
hmm, spurning hvern af höttunum ég éti. EKKI Vendetta hattinn, líklega stráhattinn. Hann er ekki "ég".

b

Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

2 Responses to Yes minister

  1. Óþekkt's avatar Asta skrifar:

    Svo við höfum nú þetta alveg rétt, þá veðjaði ég við þig uppá 2 rauðvínsflöskur að Glitnir verði ennþá í 75% eigu ríkisins eftir 3 vikur, sharp.   Já, ég er sko þreytt á þessum samsæriskenningum, sennilega af því ég er fórnarlamb; miklu skemmtilegra ef eitthvað plott væri í gangi með Kaupþing. 
    Svo er annað mál, og heldur verra að Landsbankinn , Straumur og Kaupþing fá allir skell einhvern tímann á næstu mánuðum og ég er með alvarlegan hnút í maganum yfir því .  Heimskreppan byrjuð og litla Ísland verður því miður ekki í neinu bandalagi við stórveldin varðandi björgun á efnahagsástandi.
    En við getum þó huggað okkur við rauðvín eftir 3 vikur .. 
    Ung og saklaus 🙂 já .
     
     
     
     

  2. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

     
              Ég held þú sért að tapa Ásta mín

Færðu inn athugasemd