Ég gekk á Esjuna í dag, sem teljast góðar fréttir af krossbandinu mínu. Ég fór að vísu bara uppað fyrsta merkinu (1) sem sagt ekki einu sinni uppað stiga, en þetta er byrjunin. Linda, sjúkraþjálfarinn minn, er eins og dömubindi, veitir mér fullkomna öryggistilfinningu. Ég hlakka til að verða sterk aftur og hlýði Lindu í einu og öllu.
Í morgun lauk ég við að lesa Minnisbók eftir Sigurð Pálsson. Ég hengdi haus af söknuði þegar hún kláraðist, mér fannst vinur minn hafa flutt til útlanda, ekkert meira skemmtilegt kvöldspjall. Mig langaði svo til að þakka Sigurði fyrir bókina.
Svo áðan, sá ég hann á göngu niðrí bæ og gat ekki á mér setið að þakka honum notalega samveru undanfarin kvöld. Hann tók því vel. Nú get ég byrjað á næstu bók, búin að kveðja þessa.
b