Stelpan fermd og strákurinn fundinn !

 
Elsku stelpan fermdist .. og hún var svo falleg. Athöfnin í krikjunni var notaleg og skemmtileg. Eydís reyndi að ljúga í alla sem ekki mættu í kirkju að hún hefði dottið :] kannski vildi hún meira stuð. Minna disco, meira pönk.  Veislan var haldin í húsi Skógræktarfélgas Reykjavíkur við Elliðaárvatn. Salurinn var eins og miðalda kastali, hlaðnir veggir sem pabbi hans Einars Ben. lét hlaða. Talsvert flott. Sveitalegt fyrir mig plebbann. Töff fyrir Eydísi, súpergelluna.
Við hlupum heim að setja síðustu kökurnar á disk og safna saman kökuhnífum, ausum og rjómakönnum. Gestirnir voru væntanlegir í salinn efitr klst og ég fann hvergi bíllyklana!  hvorugan!  Stelpurnar sem ætluðu að hjálpa til biður fyrir utan salinn og ég haltraði um allt hún leitandi að lyklunum, hellti úr töskunni minni á stofugólfið, peningar, augndropar, tyggjó, gloss, minismiðar, bækur, skoppuðu um allt gólf. Þetta var smá pönk.  Lokst gafst ég upp og hringdi í Pétur og bað hann um að koma í hvelli og skutla okkur uppeftir.  Þegar ég setti síðustu hlutina yfir í hans bíl, fann ég báða lyklana undir kökudisk í aftursætinu. Þá hafði ég verið svo hrædd um að týna þeim að ég hélt á þeim *báðum* í hendinni. Gáfað.. 
Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu í veisluna. Það var svo gaman að hitta alla og fagna því saman að Eydís mín er að vaxa úr grasi og hefur lukkast svona vel. Ég á nokkrar myndir, mun von bráðar velja nokkrar til birtingar.
 
Á meðan á öllu þessu gekk, vonuðum við að Baldur væri á leið til landsins.  Við vissum að honum hefði verið skutlað útá flugvöll í Tokyo, en ekki hvort hann hefði farið um borð og alls ekki hvort hann hefði komist í gegnum ringlureiðina á Heatrow 5.  Uppá von og óvon, skutlaði Yngvi okkur fermingarbarninu til Keflavíkur undir miðnætti. Þar biðum við og reyndum að reikna út hvað Baldur gæti tekið langan tíma í að kaupa sælgæti í fríhöfninni.  Feita hnéð mitt gafst upp um leið og tækifæri gafst. Ég beið stráksins í hjólastól, alveg búin eftir daginn. Svo birtist hann .. almáttugur hvað við vorum fegin, líka sko Baldur, mjög fegin.
Eftir að ég heyrði ferðasöguna, skil ég ekki hvernig hann fór að því að komast heim. Hann var nærri búinn að missa af báðum vélunum. En hann er kominn heim, elsku kallinn.
 
Síðan þá hafa engisprettufaraldrar af fyndnum unglingum herjað á heimilið. Afgangurinn af fermingarveislunni var fljótt uppétinn. Ég var næstum búin að gleyma hvað það gengur mikið á í kringum þennan strák :]   
 
$ € £ ¥   hljómar þetta ekki eins og blótsyrði? Ég var að senda föðurnum yfirlit yfir kostnaðinn við hvorutveggja Japansdvölinn og fermingunni. Ekki alveg það skemmtilegasta að ræða fjármál við þann bæjarhluta.    .. en það þarf að gera fleira en gott þykir.
 
b
 
Einn kolsvartur ..
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

2 Responses to Stelpan fermd og strákurinn fundinn !

  1. Óþekkt's avatar baun skrifar:

    óska ykkur öllum innilega til hamingju!kv,baun

  2. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

    Takk baun, það er mikil hamingja með þessi börn, að þau séu að spretta og blómstra.
    (ég er að horfa á garðinn útum gluggann,  þessvegna verður allt að gróðurtilvitnunum)
    b

Færðu inn athugasemd