Veðbankanum lokað

 
Baldur er búinn að pakka saman og lagður af stað heim. Mikið hlakka ég til að sjá hann heilu á höldnu. Ég hef þekkt hann í allnokkurn tíma og var að hugsa um að opna veðbanka, hvar fólk gæti veðjað á hvort hann næði sérhverju flugi og hvort hann kæmi með allan farangurinn heim.  Ég var með ca 45% líkur á því að þetta lukkaðist fullkomlega hjá honum. Eydís var í tölvunni, annars hefði ég verið búin að blogga um þetta .. en svo hringdi Baldur. Hann er kominn á hótel rétt hjá flugvellinum, með allan farangurinn sinn, nema vegabréfið.
Núna tel ég vera um 15% líkur á að hann verði með flugvélinni sem fer í fyrramálið og nær engar líkur á að hann finni næstu vél sem hann á að taka og farangurinn skili sér, því hann er algerlega ósofinn í ringulreiðinni í útlöndum. Við Pétur erum búin að hafa samband við sendiráðið, og utanríkisráðuneytið og ísl. ræðismann í Kyoto sem gæti hugsanlega útbúið neyðar vegabréf fyrir hann.  Hann kemst heim að lokum, en kannski ekki fyrir ferminguna.
Það er ekki lognmollan í kringum hann Baldur minn
 
b
 
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd