Festen

Ég er svo fyndin, búin að vera nánast í fullri vinnu við að vorkenna mér að vera hölt og hundsað undirbúning fermingarveislu drauma-dótturinnar. Hún sá sjálf um að panta prufu-hárgreiðslu og myndatöku og var glæsileg í nýja kjólnum og svo í gömlu íþróttabuxunum mínum! gasalega kúl. Hún hefur greinilega lært öll trikkin hjá Tyra Banks. Tunguna uppí góminn, horfa uppfyrir myndavélina og spenna vinstri rassakinn. Hún var svo flott stelpan. Við fáum disk með myndunum á eftir og getum þá valið 1-3 myndir til að sýna í veislunni.
Já, það verður veisla. Ég er búin að redda veitingum og borðbúnaði og sal og hlaupastelpum og gestum . . þetta lítur út fyrir að reddast. Mig langar svo til að veðrið verði gott. Veislan er í Heiðmörk og mér finnst svo fallegt þarna, langar mest út að labba. ohh damn! ég er á hækjum, gleymi því alltaf.
En ég hlakka til dagsins, nenni varla að kaupa mér kjól, ekkert gaman að máta fín föt, höktandi um á hækjum. Verð trúlega í sama kjól og þegar Baldur fermdist. Rauður skósíðu hör kjóll með leðurreimum frá GuSt. Kíki kannski á nöfnu mína Birnu á Skólavörðustígnum. Langar í kjól sem er eins og síð skyrta .. með hettu
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd