Gleðilegt páskaegg

 
Mikið helv. er ég orðin þreytt á að vorkenna mér í hnénu. Búin að nota sjálfsvorkunina til að slæpast heilmikið. Fórum til Akraness í gær svo ofdekraði unglingurinn gæti hitt vini sína. Eitthvert perra lið sem hún hefur kynnst á netinu. Kíktum svo á kaffihús .. Skrúðgarðurinn á Akranesi. Það er dásamlegt hús. Margar "ömmu-stofur". Gamlir sófar og bókahillur. dásamlegt! Ég stal einni bók sem ég las í gamla daga áður en ég hafði vit til. Eldhúsmellur eftir Guðlaug Arason. Hún er miklu betri núna. Ég sé mikið fleiri fleti á sögunni núna en áður. Nú hef ég líka afsökun fyirr því að skreppa aftur til Akraness til að skila bókinni.
En .. nefið aftur ofaní lærdóminn. Constraint Satisfaction Problems  ( og páskaegg)
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

1 Response to Gleðilegt páskaegg

  1. Óþekkt's avatar Unknown skrifar:

    Constraint Satisfaction Problems  …eru það svona BDSM vandamál?

Færðu inn athugasemd