Hækja

Á skíðum skemmti ég mér trallalala og hopsabomm!
þannig fór það og nú hökti ég um á hækjum. Mig grunar að krossband í hné sé slitið, án þess að ég hafi neitt fyrir mér í því annað en sársaukann þegar ég set hliðar álag á fótinn. Ég fæ tíma í segulómun 27.mars og fæ að borga 12 þús fyrir það. Hvað ætli það sé stórt hlutfall af raunverulegum kostnaði?  Er þetta hálfgerð "einkavæðing" heilbrigðiskerfisins? Eða lágmarks kostnaður til að fólk sé ekki að hlaupa í segulómun í tíma og ótíma? Hversvegna eru græjurnar ekki nýttar betur og unnið aðeins frameftir eða annan hvern laugardag til að stytta biðina? Hvaða vit er í að láta dýr tæki standa ónotuð á kvöldin? Jæja frjálshyggjuplebbinn hann Gulli hlýtur að vera með hagsmuni almennings í huga. (rúllandi augu). Eins gott að ég er að hagnast á falli krónunnar, þá get ég bæði borgað fermingarveisluna hennar Eydísar og segulómskoðun. Þetta er meiri lætin á markaðinum. Ég ætti að útvíkka hlutabréfamódelið mitt þ.a. það skoði í samhengi verð á hlutabréfum, myntum, gulli og öðru hráefni . . Eitthvert verða peningarnir að fara. Kannski best að klára þennan kúrs sem ég er í núna .. og gera það sem ég Á að gera til tilbreytingar.
Nú er ég á hækjum og get ekki keyrt bíl. Á eftir að gera helling útaf fermingunni hennar Eydísar, en þetta mun reddast, fullt af fólki sem er til í að vera gott við mig. Vá! hvað myndi ég gera annars.
Ég er búin að senda út boðskort útaf fermingunni, meira en á síðustu stundu. Eydís bjó boðskortið til. Hún er góð í þessu. Veislan verður í Heiðmörk. Baldur rúllaði augum "Ohh mamma, þú ert svo mikið náttúrubarn". Á meðan er hann í Tokyo að kaupa tæknidót og teiknidót og kimono. Hann kemur heim rétt fyrir ferminguna. Það verður gott að sjá hann aftur.
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

1 Response to Hækja

  1. Óþekkt's avatar baun skrifar:

    æææ!  sendi batnkveðjur, vona að þetta gangi sem allra best hjá ykkur.kv, baun

Færðu inn athugasemd