Ein stærsta uppgötvun ársins 2007

Vá!, ég er með almennilegan kennara. Ekki honum að kenna að mér gegnur námið hægt :]

Uppgötvun dr. Yngva Björnssonar valin sem ein stærsta uppgötvun ársins 2007 af the Science Magazine

Í ágúst sl. flutti hið virta vísindatímarit the Science Magazine okkur fréttir af því að búið væri að finna hina fullkomnu lausn á því að hvernig spila ætti dammtafl (e. checkers) án þess að eiga minnstu möguleika á því að tapa leiknum. Dr. Yngvi Björnsson, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, er hluti rannsóknarteymisins sem kom að þessu verkefni og einn af aðalhöfundum greinarinnar í Science Magazine.

Það sem vekur athygli er að the Science Magazine velur þessa uppgötvun í 10. sæti yfir stærstu uppgötvanirnar árið 2007. Þær uppgötvanir sem verma sætin fyrir ofan eru m.a. erfðamengjagreining, tímaflakk og geimgeislar.

Hægt er að lesa um dammtaflið og aðrar stórar uppgötvanir ársins 2007 á vef the Science Magazine.

 Checkers is solved 

 The algorithms the team developed could find broad applications, others say, such as deciphering the information encoded in DNA.

b

Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd