Elsku sonar-ómyndin fer til Japans 28.desember. Það kom skelfingarsvipur á mig þegar ég fattaði hvað það er skammt undan. Þetta er alveg eins og í ævintýrunum í gamla daga .. hann fær nesti og nýja skó og svo er hann farinn útí heim, orðinn stór, stendur á eigin fótum, .. Baldur er ekki alveg laus við skelfingarsvipinn sjálfur. En jólaundirbúningurinn er á fullu gasi. Við skárum út laufabrauð í nokkrum húsum í Breiðholtinu um helgina. Lærðum að skera út Betlehemstjörnuna og útfærðum nokkur falleg Kanji-tákn. Sól, barn, himinn, kona, tré, .. Blanda af ólíkum menningarheimum. Laufabrauð og Kanji
b