Jól í skókassa

Jól í skókassa er verkefni sem er unnið af 13 manna hópi úr KFUM og KFUK og felst í því að setja nokkrar gjafir í skókassa og senda til þurfandi barna í Úkraínu. Markmiðið með verkefninu er að mæta þörfum fólks og sýna kærleika Guðs í verki. Úkraína er stórt land og þar búa um 50 milljónir manna. Á svæðunum þar sem skókössunum er dreifter allt að 80% atvinnuleysi og fara kassarnir meðal annars á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra foreldra.
Þetta er í fjórða sinn sem verkefnið er unnið. Fyrir jólin 2004 söfnuðust 500 skókassar, ári síðar 2660 og fyrir síðustu jól 4900 gjafir!  þetta ætti að fara í Excel og línurit ..  Vá, afskaplega línuleg þróun á þessum 3 punktum. Ef svo heldur fram sem horfir þá verða kassarnir 7100 í ár.

Byrjið á að finna tóman skókassa og pakkið honum inn í jólapappír. Pakkið lokinu sérstaklega inn svo hægt sé að opna pakkann. Setjið svo gjafir eins og ritföng, föt, leikföng, hreinlætisvörur og sælgæti í skókassann. Best er að setja einn hlut úr hverjum þessara flokka í kassann. Setjið að lokum 300-500 kr í umslag efst í kassann fyrir sendingarkostnaði.
www.skokassar.net

Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd