Kjósendur höfnuðu framsókn í síðustu borgarstjórnarkosningum en samt kippti Villi Binga inní borgarstjórnarmeirihlutann. Svo þegar Sjálfstæðisfólk var upptekið við að karpa, þá hljóp hann í sæng með minnihlutanum. Mér finnst skelfilegt að það sé ekki hægt að mynda meirihluta án hans. Hvernig er hægt að treysta honum? Hann hefur engöngu áhuga á eigin frama. Við horfðum á Dag og Binga kasta skít hvor í annan í Kastljósinu. Eru þeir að fara að vinna saman? VG hafa verið óþreytandi að gera grín að Framsókn. Eru þau að fara að vinna með Binga? Hvað með vilja kjósenda? Þetta er gömul saga og ný í íslenskri pólitík að Framsókn sé við völd án fylgis. Lýðræði, sklýðræði.
b