Berlínar maraþon

 
Jei! ég er komin í mark. Ég tók mér góðan tíma og hljóp á nýju meti 5:12. Fyrstu 20 km hljóp ég nokkurnvegin, en svo fór vinstra lærið að segja til sín og ég hljóp nánast bara á hægri fætinum. Uppúr 30 km var það orðið jafn-slæmt og hið vinstra. Svona tölti ég útsýnisferð um Berlínar borg, reglulega birtust vegamerkingar þar sem talið var niður : "12.195 m í bjórinn" og á öðru hverju götuhorni stóðu Yngvi og Maggi með myndavélar. Ég held þeir hafi í og með viljað passa uppá að ég kæmist ekki upp með að stytta mér leið.
Við gistum í ótrúlega fallegri íbúð niðrí miðbæ westur-Berlínar. Stór og glæsileg, hátt til lofts, tvennar svalir, fallegur garður og æðislegur rauður leðursófi. Umm núna langar mig bara í hráskinku, ost og kaffi eins og við fengum okkur í morgunamat í Berlín. ég man hvern stað eftir hvað ég borða í morgunmat!
París: Cafe-creme og pain au chokolate
Berlín: hráskinka, ostur, appelsínusafi og kaffi
Köben: Brauð með pålegs chokolade
Prag: bjór
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

2 Responses to Berlínar maraþon

  1. Óþekkt's avatar Wales skrifar:

    Það er mjög gaman að borða með þér morgunmat bæði í París og Kaupmannahöfn, frú Birna.  Við þurfum endilega að bæta við fleiri borgum, t.d. þegar við hlaupum saman maraþon á næsta ári.  Viltu fara aftur til Berlínar, eða ættum við t.d. að taka Ameríku með samstilltu áhlaupi?

  2. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

    Ég er að safna borgum .. (hvað varð um þetta "eina" maraþonhlaup?? ) þ.a. ekki verður það Berlín. Hvað með París ? eða Perú ? eða Tibet? eða New York? b

Færðu inn athugasemd