Ég var að skila inn verkefni í Málvinnslu kúrsinum hjá Hrafni. "Tilreiðari" eða Tokeniser, skrifaður í Perl. Það er nokkuð skemmtilegt og skrítið forritunarmál. Skilafresturinn var til kl 23:59 og ég skilaði síðustu skránni kl 23:58. Ég gleymdi að við áttum að skila með skipanaskrá sem keyrir upp forritið . . en það rétt slapp undir hurðina áður en kerfið lokaði á mig. Mamma kíkti í heimsókn áðan og ég varð skelfingu lostin og nánast rak hana út. Ég var að hnýta endahnútana 20 mín fyrir skilafrest. There is no time like the last time!
b