Google er 10 ára !

 
Hugsa sér hvað tímarnir breytast. Nú er google eitt af því sem er alltaf við hendina og manni finnst ómissandi. Eins og gemsinn. Ég átti ekki gemsa fyrir 10 árum og saknaði þess ekki. En ég man að mig vantaði almennilega leitarvél. Aðrar leitarvélar sem skiluðu mér 100.000 óáhugaverðum niðurstöðum gerðu lítið annað en eyða mínum tíma.
Núna er Wikipedia.org mitt uppáhald og þegar Google skilar mér Wikipedia síðu, þá skoða ég hana fyrst.
Þessi verkfæri og netið verða örugglega jafn stór í sögunni og ritmálið og prentvélin. 1.000x auðveldara að dreifa upplýsingum.
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd