Ég er að keyra mig á bólakaf .. Nám, vinna, kennsla, hlaupaæfingar, sjúkraþjálfun, íbúð, kærasti, messuhópur, stjórn Fram og stjórn FT, foreldrafélag, ferming, bíll, elda, skúra, þvo, peningar.. Þetta er bara OF MIKIÐ. Ég er farin að missa bolta í gólfið. Ég vakna upp um miðja nótt og held ég hafi gleymt að ég ætti að kenna… Núna er ég í tiltekt. Hætt í Semantics í HR, búin að ákveða að selja Safamýri 38, nóg að eiga eina íbúð og búin að segja elsku ofdekraða unglingnum það. (en það var erfiðara en að ákveða að selja) . . það er langt í að ég upplifi Zen.
What IS the meaning of life ? 42 ?
b
Þú gætir sleppt kærastanum. 🙂
Það dugir ekki! ég þarf hann til að skæla á öxlinni á
Svo er nú líka hægt að nýta kærastann í eitthvað af þessu (eins og t.d. að skúra, þvo, elda – hann er nefninlega ótrúlega fær í því þó hann geri það sjaldan).Kveðja, María