Ég var að setja upp Cygwin sem er Linux skel í Windows. Þarf að nota þetta til að keyra grep og forrita í Perl í Málvinnslu kúrsinum. Þetta gengur mikið útá strengja vinnslu .. en jæja.
Ég var að rifja upp og prófa mig áfram.. : hvaða ritil get ég notað? hvernig vísa ég í skrá? hvar er hjálpin? og allt þetta sem þarf að gera til að fóta sig í nýju umhverfi. Ég útbjó textaskrá til að vinna með: Ord.txt sem inniheldur Orskviðina úr gamla testamentinu. (Hlýtur að vera sæmilegt, fyrst Björgvin Valur las próförkina) Ég sá að textinn er sjálfshjálparbók síns tíma þ.a. ég sigtaði úr línur sem innihalda orðið kona, mér til leiðbeiningar.
$ grep -i kona c:\\Ord.txt > c:\\svar.txt
og svar.txt skráin innihélt :
og hórkona sækist eftir dýru lífi.
Gekk þá kona í móti honum,
búin sem portkona og undirförul í hjarta –
Yndisleg kona hlýtur sæmd,
svo er fríð kona, sem enga siðprýði kann.
Væn kona er kóróna manns síns,
en vond kona er sem rotnun í beinum hans.
en skynsöm kona er gjöf frá Drottni.
og þrasgjörn kona – er hvað öðru líkt.
en sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skilið.
þar höfum við það . .