4.flokkur Fram fór til Grundarfjarðar í dag á hvítum Econoline, hálfgerðum rútubíl til að leika síðasta leikinn í deildinni. Stelpurnar mættu kl 3 fyrir utan FRAM heimilið og voru nánast þægar alla leið með FM957 á blasti .. ástin er international!
Þær spiluðu leikinn í slagveðurs rigningu. Ég var vel klædd, en þær niður-rigndar. Haukur komst ekki með á leikinn og ég skipti inná hægri, vinstri. Það gekk einhvernvegin.
Til að hafa marka skráninguna á hreinu sendi ég sjálfri mér sms þegar við skoruðum, samt gleymdi ég tveimur síðustu mörkunum :] þetta var orðið svo mikið
*Kristin
*Kristín *Elva *Áslaug *Áslaug *Kristín *Áslaug *Áslaug *Kristín
Leikurinn fór 1-9 fyrir okkur. Það er bara hægt að elska þær!
Eftir leikinn var ákveðið að fara út að borða. Hópurinn mætti á Kaffi 59 á Grundarfirði í rennblautum sokkum og á skvaldrinu. Á leiðinni heim var íslenski listinn á FM957 og það fór ekki framhjá mér að þær kunna alla textana.
Shut up an’ drive !