Vá! ég er heppin í dag. Ég rakst á þennan stórkostlega fyrirlestur hjá Hans Rosling, sænskum hugsjónamanni. Hann vill bæta heiminn með því að opna aðgang að upplýsingum um jörðina, þar á meðal tölfræðileg gögn um fátæk ríki. Framsetningin hjá honum er stórgóð, skýr, bráðskemmtileg og skiptir máli .. og bráðfyndin, var ég búin að segja það ? Meira frá Hans Rosling á Gapminder
Smellið á myndina til að spila .. (alveg eins og á YouTube)
b
Ef þú kunnir að meta þennan ættirðu að líta á fyrirlestur Rosling frá TED árinu áður, en það var einmitt þá sem hann varð fyrst "frægur". Tengill á vídeóið hér.
hehe, ég var einmitt að horfa á hann á meðan þú kommentaðir :]