Hafið þið tekið eftir því að sum opinber þjónustufyrirtæki eru í alvöru farin að veita góða þjónustu ? Ég á í leynilegu ástarsambandi við RSK.is sem fer framúr sér með stöðugum endurbótum á rafrænum skattskilum og aðgengi upplýsinga á netinu. Svo ekki sé talað um elskulegt starfsfólk sem gerir allt fyrir mann þegar manni tekst þrátt fyrir allt að klúðra skattaskýrslunni.
Og núna var Vala að segja mér að hjá Tryggingastofnun Ríkisins kostaði það tvo músarsmelli og eina kennitölu að fá Evrópska sjúkratryggingakortið innum bréfalúguna! Já, ég sagði Tryggingastofnun! Hvað kemur næst? Bættir opnunartímar hjá LÍN? Greiðsluseðlar með opinberum gjöldum? Hvar endar þetta??
b