Freknur og önnur fríðindi

 
Ég á eftir að senda Baldur minn í myndatöku áður en hann fer hinumegin á hnöttinn. Kannski sendi ég hann á þessa stofu  til þess að fríðleikinn njóti sin.  Úfið hár og unglingabólur heyra sögunni til. Ég fletti í gegnum öll sýnidæmin, þau eru alveg dásamlega hryllileg. Hversvegna ætti maður að vilja láta börnin sín líta út eins og dúkkur? Var málið ekki að reyna að láta dúkkurnar líkjast börnum??
Þegar ég var svona 12 ára reyndi einhver (ég man sko alveg hver) að stríða mér á því að ég væri freknótt.  Ég starði forviða á hana og sagði "Þú ert ekki með neinar freknur". Ég vissi ekki að það væri hægt. 
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

8 Responses to Freknur og önnur fríðindi

  1. Óþekkt's avatar Yngvi skrifar:

    Scary, ekki fatta ég að nokkrum geti þótt barnamyndirnar flottar þegar búið er að dúkka upp á þær svona.  Ég hélt að það væri takmarkið að breyta myndunum án þess að það væri hægt að sjá að þeim hefði verið breytt.http://www.metacafe.com/watch/268634/model_evolution_with_makeup_and_photoshop/

  2. Óþekkt's avatar Vigdís skrifar:

    Ég hef alltaf verið stollt af frekknunum mínum, því freknur eru bara flottar!

  3. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

     
    Nákvæmlega! við mæðgurnar erum í freknukeppni, ég held svei mér þá hún sé að fara framúr mér stelpan

  4. Óþekkt's avatar baun skrifar:

    freknur eru bara æðislegar – veit fátt fallegra:) 

  5. Óþekkt's avatar baun skrifar:

    og þetta var ég, baun 

  6. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

     
    Til hamingju með nýju flugvélina þína baun :]  TF-ORA

Færðu inn athugasemd