Ég ætla að hlaupa hálf-maraþon (21km) í Reykjavíkurmaraþoninu 18.ágúst.
Ásta Sigurjóns sendi út rosa kúl bréf til að óska eftir áheitum á sitt hálf-maraþon og ég er að herma eftir henni.
Ég hleyp til að æfa mig fyrir Berlínarmaraþonið 30.spetember en aðallega til að ráðstafa þeim 10.500kr. sem Glitnir borgar. Peningurinn rennur til UNIFEM sem er þróunarsjóður Sameinuðu Þjóðanna fyrir konur. Sjóðurinn hefur endurtekið verið nefndur best rekni þróunarsjóðurinn innan SÞ. Er þar annars vegar horft til fjármálastjórnunar stofnunarinnar og hins vegar skilvirkni þróunarverkefna á hennar vegum. Menntun stelpna virðist skila sér betur heldur en menntun stráka, m.a. vegna þess að hún skilar sér betur til barna þeirra.
Mig langar til að safna fé til viðbótar því sem bankinn greiðir og skora því á þig að heita á mig.
Áheitið miðast við fasta upphæð. Með þessu gefst kostur á að styrkja gott málefni og hvetja mig til dáða í leiðinni.
Meðfylgjandi linkur leiðir þig alla leið https://www.glitnir.is/Marathon/Aheit/
Ég er skráð undir nafninu Guðrún Birna Guðmundsdóttir
Margt smátt gerir eitt stórt !