Flandr

 
Ég hef anað stefnulaust um síðan ég fékk þessa óskiljanlegu stjörnuspá. Nú síðast akandi um suður og austurlandið, frá Bergþórshvoli alla leið til Neskaupstaðar hvar ég datt um borð í bát sem ferjaði mig til Barðsness. Þaðan hljóp ég um mela og móa og yfir ár, aftur til Neskaupsstaðar, enda var fjölskyldan þar og vonaði vonandi að ég kæmi aftur.
Svo ókum við til Egilsstaða (nei, hinn staðinn.. Fellabæ) til að fara í heita pottinn og frísbí. Kíktum svo á uppgröfinn hennar Steinunnar að Skriðuklaustri og brenndum svo að Kárahnjúkavirkjun, syntum í lóninu og fengum okkur svo lummur í Sænautaseli og knúsuðum hvolpana. Bautinn á Akureyri gaf okkur borgara og sprungið dekk á jeppanum.
Brenndum í Skagafjörð og gistum í yndislegum litlum sumarbústað við Bakkaflöt (hefðum ekki getað tjaldað þó okkur væri borgað.. mikið .. fyrir það). Á Blönduósi skoðuðum við öll húsin sem ég hef búið í og krakkarnir æfðu sig á vefstól í textílsafninu. Baldri fannst ég eymingi að hafa aldrei synt yfir Blöndu, öll þau ár sem ég bjó þar og hann sýndi mér hvernig þetta væri gert. Hann synti þó ekki alla leið yfir.
Næst stoppuðum við á Borðeyri, sem er að verða fastur liður á ferð um landið. Við rötuðum út úr bænum. Þar næst kíktum við í heimsókn til Elínar á Grundarfirði og fengum súkkulaði köku. og svo heim …. enn veit ég ekkert hvert ég er að fara
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

2 Responses to Flandr

  1. Óþekkt's avatar Wales skrifar:

    Synti frú Birna í Hálslóni?  Fékkstu ekki sand í sundfötin? 

  2. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

     
    Ég hugsaði um það. Vegurinn lá beint ofaní lónið. Við tókum nokkrar skemmtilegar myndir þar. þessar framkvæmir eru ótrúlegar! Baldur talaði allan tíman í uppreisnartóni. Huhh! það er ekkert flott hérna, þetta er fín framkvæmd… í þeirri von að fá mömmu sína til að rífast í sér.

Færðu inn athugasemd