Yngvi says:

 
Yngvi er alltaf eitthvað að tuða. Ég sagði honum bara að blogga í staðin. Hér er það:
 
* Um meinta samkeppni á mjólkurmarkaði *
Nú er búið að semja við Færeyinga um frjáls viðskipti með mjólkurafurður. Þannig að manni gæti dottið í hug nú yrði einhver samkeppni á mjólkurmarkaði. En Mjólkurmafían sá við þessu, hún tekur bara sjálf að sér að flytja inn og dreifa færeyskri mjólk. Þannig geta þeir stjórnað vöruframboði frá færeyjum í samræmi við eigin markmið, en geta hótað bændum um að kaupa bara af færeyingum ef þeir eru með múður. En bændur eru eins og menn vita í einhverskonar vistarböndum og verða að skipta við mjólkursamlögin. En það er auðvitað í lagi því að bændur "eiga" mjólkursamlögin, og þau vinna í þeirra þágu. Hvenær fáum við alvöru samkeppni á þessum markaði?
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd