Kiddý var með mér á herbergi 1.árið í M.A. Sumarið áður en skólinn byrjaði var ég í sveit á Torfalæk og hún vann í Essó sjoppunni á Blönduósi. Hún mátti borða eins mikinn ís í vinnuni og hana lysti .. og hana lysti! Hún borðaði svo mikinn ís að maginn á henni kól og hún var fárveik og gat ekkert borðað í margar vikur. Þegar ég kom úr sveitinni hafði hún lést um 10 kg og ég þekkti hana varla aftur.
Mér finnst þessi saga góð og hef oft sagt hana. Ég rifja hana upp hér í tilefni þess að Kiddý kommentaði á bloggið mitt áðan. Skyldi sagan vera sönn? Eða segi ég sögur á norðlenska vísu, krassandi, hæfilega sannar sögur.
b