Mig dreymir eiginlega aldrei, a.m.k. ekki svo ég muni, en ..
mig dreymdi í nótt að ég væri flutt í nýju íbúðina og færi á fætur fyrsta morguninn og skoðaði mig um, bara á nærbuxunum. (íbúðin var allt öðruvísi en í alvörunni) Ég gekk niður í sameignina, þar var mjög hátt til lofts og opið út .. líkt og ég væri í gömlu veglegu húsi í París eða Prag. Stigagangur sem væri að hálfu leyti opinn, með breiðum hringstiga og súlugöngum útí garð. Garðurinn var stór og fallegur eins og lystigarður og þar voru konur að spjalla saman með börn að leik, fallegur gróður og útskornir trébekkir, sandkassi og þvottasnúrur. Ég reyndi að láta fara lítið fyrir mér, því ég var bara á brókinni, en skoðaði mig samt vel um í morgunsólinni og fannst að mér myndi líka vel að búa þarna.
b