Íslendingar hafa hvorki komið sér upp her né járnbrautum. Við höfum látið okkur stærri þjóðir um að leika sér með dáta og lestarteina. Ég held því fram að tollgæsla hefði átt að fara í sama flokk. Hún sé of kostnaðarsöm fyrir svona litla þjóð og hana hefði aldrei átt að taka upp.
Ef ég væri eini Íslendingurinn þá þyrfti ég að flytja alla þjónustu og allar vörur inn til landsins og væntanlega tollafgreiða þær sjálf. Ef ég byggi í voða stóru landi, ennþá stærra en USA, landi sem næði yfir alla jörðina, þá væri enginn innflutningur og engir tollamúrar.