Fimmvörðuháls í 37.sinn

 
Ég fer Fimmvörðuhálsinn frá Skógum yfir í Þórsmörk á morgun. Það á að heita að ég sé fararstjóri með saumaklúbbnum hennar Ástu og Vala kemur með til að tryggja gott veður. Veðrið verður ljúft og ég ætla að hafa með mér æðislegt nesti grillaðan kjúkling, hnetur, súkkulaði, samlokur með egg og tómat .. . og fossarnir eru svo fallegir og meeee kindurnar á heiðinni og svo verð ég í nýju gögnupeysunni minni — ahhhh þetta verður dásamlegt!  Belgingur segir reyndar að það eigi að vera gott veður allstaðar á landinu nema nákvæmlega á Fimmvörðuhálsi :] en við höfum Völu.
Kannsk get ég platað Beggó til að lána mér Bergþórshvol til að gista í í kvöld. Þá þurfum við bara að keyra smá spöl í fyrramálið og getum lagt snemma af stað. Fimmvörðuháls – here I come, again.
 
b
 
p.s. ég verð líklega að taka með mér lítið nesti. Matvælaverð á Íslandi er hæst í Evrópu
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

5 Responses to Fimmvörðuháls í 37.sinn

  1. Óþekkt's avatar baun skrifar:

    frábært að ganga 5vörðuháls, hef gert það nokkrum sinnum.  en hei – þú vitnar í mig efst á síðunni án þess að "geta heimilda" – hvurslags eiginlega, ha? *á innsoginu*

  2. Óþekkt's avatar baun skrifar:

    og þetta var ég, baun:)

  3. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

     1000x fyrirgefðu, búin að laga :]

  4. Óþekkt's avatar Kiddy skrifar:

    Hæ dúlla. Ég fór til Blönduóss á Húnavöku, hitti ótrúlega marga sem hafa mótað mig frá barnæsku. Hvar varst þú? P.S. Ég varð fyrir vægu áfalli þegar ég las Vit ið sem við skrifuðum undir sem 8undu bekkingaritstjórar, mér fannst fyndið að Pikki og Gísli Torfi skyldu halda að ég væri Ómar Örvars (ég þekkti mig samt ekki sjálfa nógu vel á þessum árum til að segja nei). Love, Kiddý…. pspsps… ég var ekki búin – mikið rosalega langar mig til að hitta þig aftur!

  5. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

    hæ Kiddý! mikið er gaman að heyra frá þér stelpa :]
     
    hringdu í mig 856 7201 – þá tek ég kannski til og býð þér í garðpartý
     
     
     
     

Færðu inn athugasemd