Baldur – riddari mannlegrar þekkingar

 
Ég er búin að setja inn myndir af Baldri mínum með húfuna.
 
Hann var fallegur í nýju jakkafötunum, með nýju klippinguna og stúdentshúfuna. En hann var líka þreytulegur elsku snúðurinn. Hann átti að spila undir söng og líka 3.kaflann í Tunglskins sónötunni og æfði sig alla nóttina og mætti ósofinn í útskriftina. Andri vinur hans var hjá honum um nóttina og veitti félagsskap og andlegan stuðning. Svona góðir vinir fást ekki keyptir á útimarkaði !
Undirspilið með Gaudeamus var undurfallegt hjá honum stráknum. Hann spilaði 3.kaflann 20% of hratt (rosalega margar nótur í þessu lagi!) en það slapp alveg. Ég hefði samt frekar viljað heyra hann spila fram gæsahúð hjá áheyrendum. Svo fórum við út að borða á Holtinu um kvöldið <dæs!> 
 
Í fyrra var Baldur að kenna ensku í Hvassó og einhver furðaði sig á því. Hafliði kennarinn hans sagði þá  "Það er svo undarlegt að hvað sem Baldur vill það gerist". Laukrétt, og nú ætlar hann til Japan.
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

2 Responses to Baldur – riddari mannlegrar þekkingar

  1. Óþekkt's avatar Dagný Blöndal skrifar:

    Til hamingju með Baldur, ekkert smá flott hjá honum !
    Ég er virkilega stolt af bróðir mínum :]

  2. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

     
    Takk Dagný, sömuleiðis  :]
     

Færðu inn athugasemd