Working 9-5

 
Það besta við að vinna 9-5 er að kl 5 er komið sumarfrí. Nú get ég lesið lesið bók í sólbaði eða farið á kaffihús án samviskubits. Ég gerði þetta auðvitað líka þegar ég var á skólabekk, en tók samviskubitið alltaf með. Núna er ég að lesa "Hundabókina" eins og hún er kölluð á þessu heimili. "The Curious Incident of the Dog in the Night-time". Ég á hana bæði á ensku og íslensku og les þær til skiptis. Bókin er um einhverfan strák sem leysir morðgátu. Kaflarnir eru númeraðir með prímtölum og í kafla 101 er einföld og góð útskýring á Monty Hall vandamálinu og hversvegna það borgar sig að skipta um dyr.
Kona tekur þátt í spurningaleik í sjónvarpi. Í þessum leik er hugmyndin sú að konan geti unnið bíl. Stjórnandi þáttarins sýnir konunni þrennar dyr. Hann segir að handan við einar dyrnar sé bíll en bak við hinar tvær séu geitur. Hann biður konuna að velja sér einar dyr. Konan velur dyr en þær eru ekki opnaðar. Síðan opnar stjórnandi þáttarins aðrar dyrnar sem konana valdi ekki og sýnir henni geit (því að hann veit hvað er á bak við allar dyrnar). Svo segir hann konunni að hún hafi enn tækifæri til að skipta um skoðun áður en dyrnar séu opnaðar og hún fái annað hvort geit eða bíl. Hvað ætti konan að gera?
Lífið er prímtala.  Við þurfum að gera annað tilboð í íbúðina. Nú verður það prímtala !
 
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd