„Langar-í“ veikin

 
Ég skoðaði íbúð í gær og er komin með langar-í veikina.  Kannski var ég ekki síst skotin í konunni sem er að selja (alvöru kella) og málverkunum hennar. Yngvi benti mér á að málverkin fylgja ekki með íbúðinni. Ohh damn!  Eydís er tilbúin til að flytja ca. 70metra. Íbúðin er innan þess radíuss. Núna er ég að reikna út greiðslubyrði af húsnæðislánum
Íbúðin mín er metin á 3x hærri upphæð en ég keypti hana á fyrir 10 árum og launin mín eru 3x hærri en þá. Þetta er ca 12% verðbólga á ári.
 
Ekkert bætir skapið meira en að eyða peningum, nema ef vera skyldi að eyða miklum peningum.
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd