YES !

 
Allt að gerast! Loksins er verið að taka á einokunar tilburðum MS á mjólkurvörumarkaði.
Tími Framsóknarflokksins og Kaupfélaganna er liðinn.  Ég get ekki annað en vonað að fyrirtæki eins og Mjólka nái fótfestur. Fyrirtæki sem hafa kjark til að berjast við "kerfið".
Ég fór á myndina Das Leben der Anderen sem er um persónunjósnir Stasi og hvernig fólk var kúgað til að jánka "réttum" viðhorfum og skoðunum. Alls ekki að ógna valdhöfum. Einungis þeir sem voru innundir fengu stöðu.
Myndin minnti mig óþægilega á ýmsar aðgerðir sem hafa verið gerðar hér á Íslandi. Hugtakið "bláa höndin" er ekki til útaf engu. Fólk missti vinnuna ef það skrifaði smásögu sem hljómaði óþægilega. Stofnanir voru lagðar niður ef stjórnendur voru ósammála stjórnvöldum. Þjóðhagsstofnun. Mannréttindaskrifstofa fjársvelt í kjölfar gagnrýni. Embætti veiðimálastjóra var flutt útá land þegar yfirmanninn gagnrýndi ráðherra. 
Bitamunur eða fjár ?
 
p.s. er rétt af mér að skrifa í þátíð ?
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

1 Response to YES !

  1. Óþekkt's avatar Yngvi skrifar:

    Ætli mjólkurmafían finni ekki einhverja leið út úr þessu. Þeir hljóta að vera undanþegnir samkeppnislögum þar sem verðin eru ákvörðuð af verðlagsnefnd.

Færðu inn athugasemd