Ég gerði örstutta könnun á því hvað fólki fyndist að ég ætti að rukka fyrir einkatíma í stærðfræði.
Tölurnar rokkuðu milli 800 (Baldur, fáðu þér vinnu!) og 5.000. Einnig kom tillagan "Ekkert ef hann er sætur, annars 1 bjór". Einn bjór í verðlaun ef þið fattið hvaðan sú kom. . .
Algengast var að fólk nefndi 2, 3, og 5 þús. Myndrænt kemur þetta svona út (smella -> stærri mynd):
Talnatök taka 5.000kr fyrir einkatíma. Þau kenna aðallega á framhaldsskólastigi.