Til hamingju stelpur !
Fram stelpurnar fengu Þrótt R í heimsókn og þurftu að hafa heilmikið fyrir því að halda þeim á mottunni í fyrri hálfleik á móti roki og rigningu. En með góðu samspili og baráttu skoraði Áslaug 2 mörk og Elva 1 fyrir leikhlé. (ég held ég sé ekki að ljúga, tapaði stundum af markatölunni í leiknum)
Snemma í seinni hálfleik, þrátt fyrir öfluga baráttu stelpnanna í Þrótti, tókst okkar stelpum að bæta 2 mörkum við á stuttum tíma og þá fór vindurinn aðeins úr andstæðingunum og við sölluðum inn hverju markinu á fætur öðru.
Undir lokin skoruðu Þróttar stelpurnar mark og færðust þá allar í aukana og náðu öðru skömmu síðar. Þ.a. Eydís fær engan ís núna. Enda er hún ís-köld og má ekki við því. Lokatölur 9-2
Markaskorarar
Áslaug 6 mörk
Elva 2 mörk
Hafdís 1 mark
.. held ég