4.flokkur Fram að verða Reykjavíkurmeistarar

 
Stelpurnar í 4.flokki Fram eru einum leik frá því að sigra á Reykjavíkurmótinu í 7 manna bolta.
Þær burstuðu Víking 6-0 í Egilshöllinni í gær og vóóó hvað þær eru orðnar góðar, glæsilegt spil og knatttækni. Markagræðgin er loksins vöknuð í þeim. Eydís englabossi hélt hreinu og fékk ís að launum. (hún samdi af sér, ég hefði verðlaunað hana mikið stærra).
Ef stelpudruslurnar vinna síðasta leikinn þá er sigurinn þeirra. Þær rokka feitt. Íris brenndi flottast af, þrusaði 2x í slánna, nákvæmlega eins, en bætti fyrir með stórglæsilegu marki. 
Markaskorarar
Áslaug 3
Jenný 1
Íris 1

Elva 1

Úrslit ráðast á Fram vellinum á sunnudag. kl 2 þegar Fram tekur á móti Þrótti R 
 
p.s. stelpurnar unnu Val 4-3  (VAL, sem þykjast eitthvað geta)   < Fram 4.flokkur kvenna >
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd