Úrslit

 
Jæja, Eiríkur komst ekki áfram. Þá þurfum við bara að hafa áhyggjur af einum kosningum á laugardaginn.
 
Mikið er þetta allt saman tæpt núna. Mér finnst vera kominn tími á breytingar og krossa fingur. .
Kaupmáttaraukning skiptir máli þegar hún verður hjá þeim sem á þurfa að halda. Hagvöxtur sem skilar öðrum jeppa heim á hlað er einskis verður. Ríkisstjórnin hefur ekki séð til þess að ávinningurinn skili sér í tómu vasana, heldur haldið áfram að troða í hina.
 
Ég kaus Samfylkinguna útaf velferðarmálunum. Mér finnst skipta ollu máli að krakkarnir eigi möguleika á góðri menntun og framtíð sama hverjir foreldrar þeirra eru. Alkóhólistar / alþingismenn / öryrkjar / bankastjórar / útlendingar .. að börn þeirra geti átt góða framtíð.
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd