Ég held ég skilji ekki lengur íslensku. Ætla þau SAMT að stækka álverið ??
Svo er líka verið að undirbúa byggingu álvers í Þorlákshöfn, "Áltæknigarð" flott skal það vera. Mér skilst á Pétri að Davíð Blöndal leggi þar hönd á plóginn. Ég man ekki eftir að hafnfirðingar hafi fengið að kjósa um það. Landsvirkjun kannast ekki við að ætla að leggja til orkuna, þ.a. Orkuveitan heldur áfram að gata heiðina áður en hafnfirðingar fá ráðrúm til að prenta nýja kjörseðla.
Mamma var nýbúin að uppgötva þessa útivistarparadís sem Hengilssvæðið er, þegar svæðinu var rústað. "Hver leyfði þetta!?" spurði hún .. og ég.
Hvernig eru ákvarðanir um álver og virkjanir teknar þegar hafnfirðingar eru ekki spurðir?
b