Klassísku hagfræðingarnir (the Malthusians) töldu tengsl á milli tækniframfara og fólksfjölgunar. Hugmyndin byggir í raun á þeirri hugsun að skortur haldi mannfjölda í skefjum. Þeir töldu að bættur hagur í kjölfar tækniframfara yrði aðeins tímabundinn, því þegar kjörin eru orðin betri en svo að fólk rétt skrimti þá muni það valda aukinni fólksfjölgun þar til framleiðni á mann y, er aftur orðin sú sama og áður og aðeins fleira fólk rétt skrimtir áfram. Mannfjöldi helst í hendur við framleiðni.
Þessi kenning gæti átt við þar sem efnahagurinn er svo knappur að hann takmarkar frjósemi og lífslíkur eins og algengt er í dýraríkinu eða örsnauðum samfélögum þar sem barnadauði er mikill og lífið einkennist af brauðstriti. Aukið fæðuframboð eykur viðkomu stofnsins. Eins og í fiskeldi.
Þetta á ekki við í vestrænum þjóðfélögum þar sem barnadauði er lítill sem enginn og einungis brot af tekjum fólks fer til nauðþurfta. Fólk hefur meiri frítíma og val um að nýta hann í fleira en koma börnum á legg t.d. horfa á sjónvarp. Þar að auki valda háar tekjur miklum fórnarkostnað þess að eiga börn (töpuð laun, hægari starfsframi og stofusófi útataður í skyri) sem veldur því að (aðallega) konur hika við að eiga (mörg) börn.
Hvernig getur eitthvað svona heimskulegt kallast Classical, kenningin ætti einfaldlega að heita Old Growth Theory, til að raðast rétt með New Growth Theory.
b
Hey! Hvaða bull er þetta í þér stelpa! (ekki vera hissa, ég tala oft við sjálfa mig)
Hvar er rúm fyrir hagvöxt ef ekki einmitt í þeim þjóðfélögum þar sem aukið fæðuframboð myndi bæta heilsuna en ekki öfugt