Nú er ókeypis inná Listasafn Íslands (í boði teinóttra held ég)
Akkúrat núna er verið að sýna Jón Engilberts á 1.hæð (þar er m.a. hægt að skoða klámmyndir og vera jafnframt menningarleg). Margar skemmtilegar myndir, flottir litir og mikið líf. Áherslan er á mannlífið og fyrir plebba eins og mig er þróun listamansins greinileg. Er það alltaf svona? að myndlistafólk fer með tímanum lengra frá myndefninu og útí að skálda með litum og formum? Eða er ég alltaf að skoða myndir frá sama tímabili?
Á 2.hæð er Jóhann Briem. Skrítnar myndir hans af fólki. Það er eins og það eigi ekki heima á myndfletinum. Mér finnst hann lang-flottastur þar sem hann notar stóra fleti með litum sem eru t.d. tún, og eina "persónu" eins og "liggjandi kálfur" og "stúlka í grasi".
Ég ætla að kíkja aftur og taka krakkana með (þetta er kosturinn við að sýningin sé ókeypis, þá get ég kíkt við í 10 mín á leiðinni úr búð)
Um síðustu helgi fór ég í Hafnarborg (í boði Bjarna beib)
Þar eru vatnslita- og olíumyndir eftir færeyskan gaur Zacharias Heinesen. Mjög góðar myndir (Hafnarborg klikkar ekki!) Sömu mótivin sí-endurtekin, hann situr örugglega með kaffibollann og málar útum eldhúsgluggann :]
Ég var sérstaklega hrifin af vatnslitamyndunum. Þær eru kraftmiklar og flottar. Ég er eiginlega aldrei hrifin af vatnslitamyndum.
Margar eru "köflóttar". Hann er líka á leiðinni yfir í liti og fleti
Þar eru vatnslita- og olíumyndir eftir færeyskan gaur Zacharias Heinesen. Mjög góðar myndir (Hafnarborg klikkar ekki!) Sömu mótivin sí-endurtekin, hann situr örugglega með kaffibollann og málar útum eldhúsgluggann :]
Ég var sérstaklega hrifin af vatnslitamyndunum. Þær eru kraftmiklar og flottar. Ég er eiginlega aldrei hrifin af vatnslitamyndum.
Margar eru "köflóttar". Hann er líka á leiðinni yfir í liti og fleti