Mér finnst skemmtilegast að fara í bíó án þess að vita á hvaða mynd ég er að fara.
Fyrsta myndin sem ég sá þannig, var Silence of the lambs. Við Anna mættum alltof seint (aldrei þessu vant) og völdum einhverja rómantíska sveitamynd. Ég er enn að jafna mig.
Einusinni ætlaði ég á Der Untergang (Hitlers myndina) en það var uppselt og eina myndin sem hægt var að fá miða á var "I Heart Huckabees". Það var mikil lukka. Mér hefði aldrei dottið í hug að fara á hana að sjálfsdáðun.
Í kvöld fórum við á eina franska Hors de Prix sem þýðir kannski "á tímakaupi" ? (en ég kann ekkert í frönsku). Hún er skemmtileg. Baldur var hæstánægður með *kjólana*.
Nú erum við að horfa á aðra franska á RUV. Nýta skattana ..
b